BadCompany sló Fylki út í Áskorendamótinu Snorri Rafn Hallsson skrifar 11. apríl 2022 15:30 Fylkir og BadCompany slógu botninn í Áskorendamótið með æsispennandi einvígi Fjögur lið úr flokki hinna sigruðu á Áskorendamótinu fengu í gærkvöldi eitt tækifæri til viðbótar til að komast á Stórmeistaramótið í CS:GO sem hefst 23. apríl. Um fyrirkomulag mótsins má lesa betur hér, en hver viðureign er “best-af-3”. Á laugardagskvöldið höfðu Saga og Ten5ion komist áfram en Haukar og Samviskan fallið úr leik. Fyrr um kvöldið hafði XY slegið Kórdrengi út og því stóðu Fylkir og BadCompany ein eftir. Það fór vel um þá Tómas Izedi, Jón Þór Demant og Alla Hundza í settinu á Áskorendamótinu um helgina. Í kortavalinu valdi Fylkir Vertigo og BadCompany Overpass. Eftir bönnin stóð Nuke aftur eftir eitt sem úrslitakort. Leikur 1: Overpass Fylkir hóf fyrsta leikinn í vörn en BadCompany voru ekki lengir að krækja í fyrstu lotuna og ná tökum á leiknum í upphafi. Fylkismenn voru blankir en tókst að rétta úr kútnum og jafna leika. Var þá röðin komin að BadCompany að reiða sig á skammbyssur. Upphófst þá stórskemmtileg lota þar sem BadCompany náðu að koma sér aftur yfir með miklum tilþrifum og vinna loks hálfleikinn 9–6. Síðari hálfleikur spilaðist svipað. BadCompany vann fyrstu 3 loturnar og forskotið orðið myndarlegt. BadCompany átti ekki langt í land þegar Fylkismenn rifu sig í gang og söxuðu hratt og örugglega á 6 lotu forskotið til að komast í stöðuna 13–14. BadCompany spýttu þá í lófana og kláruðu leikinn 16–13 Leikur 2: Vertigo Í þetta skiptið vann Fylkir fyrstu lotuna og þreföld fella frá Pat tryggði þeim þá næstu. Skammbyssurnar brugðust BadCompany og flaug Fylkir fram úr þeim, 8–2. Þá lifnaði yfir BadCompany sem tókst að skjóta sig í gang með KH2 í fararbroddi og var staðan 8–7 fyrir Fylki í hálfleik. Í síðari hálfleik komu Fylkismenn ferskir inn í vörnina og settu saman góðan hálfleik. Héldu þeir þriggja lotu forskoti fram á lokasprettinn þegar GoldenBullet og Pat tryggðu Fylki sigurinn, 16–11. Staðan var þá jöfn í einvíginu, hvort lið með sinn sigurinn og Nuke úrslitakortið. Leikur 3: Nuke Syn7ex vann hnífalotuna fyrir BadCompany í einvígi við K-Dot og hóf lið hans því leikinn í vörn. Fjórföld fella frá Andra2K skilaði Fylki hins vegar skammbyssulotunni og setti tóninn fyrir næstu tvær sem Fylkir vann örugglega. Líkt og í öðrum leiknum hafði Fylkir yfirhöndina þó BadCompany næði að vinna stöku lotu inn á milli framan af. BadCompany jafnaði í 6–6 og með þéttri vörn unnu þeir hálfleikinn 8–7. Þá skiptu liðin um hlið og Fylkismenn vörðust á meðan BadCompany sótti. KH2 var nálægt því að vinna fyrstu lotuna fyrir BadCompany en Andri2K sá við honum. Það kom þó ekki að sök því BadCompany herti sig og vann næstu 5 loturnar í röð. Pressan var öll á Fylki sem tókst að vinna úr erfiðum stöðum og aftengja sprengjuna þrisvar í röð. BadCompany tók þá næstu þrjár lotur og tryggði það þeim sigurinn 16–11, í leiknum og 2–1 í einvíginu. BadCompany er því komið áfram en Fylkir dottnir úr leik. Það eru því Ten5ion, Saga, XY og BadCompany sem mæta Dusty, Þór, Vallea og Ármanni á Stórmeistaramótinu sem hefst þann 23. apríl. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn
Fjögur lið úr flokki hinna sigruðu á Áskorendamótinu fengu í gærkvöldi eitt tækifæri til viðbótar til að komast á Stórmeistaramótið í CS:GO sem hefst 23. apríl. Um fyrirkomulag mótsins má lesa betur hér, en hver viðureign er “best-af-3”. Á laugardagskvöldið höfðu Saga og Ten5ion komist áfram en Haukar og Samviskan fallið úr leik. Fyrr um kvöldið hafði XY slegið Kórdrengi út og því stóðu Fylkir og BadCompany ein eftir. Það fór vel um þá Tómas Izedi, Jón Þór Demant og Alla Hundza í settinu á Áskorendamótinu um helgina. Í kortavalinu valdi Fylkir Vertigo og BadCompany Overpass. Eftir bönnin stóð Nuke aftur eftir eitt sem úrslitakort. Leikur 1: Overpass Fylkir hóf fyrsta leikinn í vörn en BadCompany voru ekki lengir að krækja í fyrstu lotuna og ná tökum á leiknum í upphafi. Fylkismenn voru blankir en tókst að rétta úr kútnum og jafna leika. Var þá röðin komin að BadCompany að reiða sig á skammbyssur. Upphófst þá stórskemmtileg lota þar sem BadCompany náðu að koma sér aftur yfir með miklum tilþrifum og vinna loks hálfleikinn 9–6. Síðari hálfleikur spilaðist svipað. BadCompany vann fyrstu 3 loturnar og forskotið orðið myndarlegt. BadCompany átti ekki langt í land þegar Fylkismenn rifu sig í gang og söxuðu hratt og örugglega á 6 lotu forskotið til að komast í stöðuna 13–14. BadCompany spýttu þá í lófana og kláruðu leikinn 16–13 Leikur 2: Vertigo Í þetta skiptið vann Fylkir fyrstu lotuna og þreföld fella frá Pat tryggði þeim þá næstu. Skammbyssurnar brugðust BadCompany og flaug Fylkir fram úr þeim, 8–2. Þá lifnaði yfir BadCompany sem tókst að skjóta sig í gang með KH2 í fararbroddi og var staðan 8–7 fyrir Fylki í hálfleik. Í síðari hálfleik komu Fylkismenn ferskir inn í vörnina og settu saman góðan hálfleik. Héldu þeir þriggja lotu forskoti fram á lokasprettinn þegar GoldenBullet og Pat tryggðu Fylki sigurinn, 16–11. Staðan var þá jöfn í einvíginu, hvort lið með sinn sigurinn og Nuke úrslitakortið. Leikur 3: Nuke Syn7ex vann hnífalotuna fyrir BadCompany í einvígi við K-Dot og hóf lið hans því leikinn í vörn. Fjórföld fella frá Andra2K skilaði Fylki hins vegar skammbyssulotunni og setti tóninn fyrir næstu tvær sem Fylkir vann örugglega. Líkt og í öðrum leiknum hafði Fylkir yfirhöndina þó BadCompany næði að vinna stöku lotu inn á milli framan af. BadCompany jafnaði í 6–6 og með þéttri vörn unnu þeir hálfleikinn 8–7. Þá skiptu liðin um hlið og Fylkismenn vörðust á meðan BadCompany sótti. KH2 var nálægt því að vinna fyrstu lotuna fyrir BadCompany en Andri2K sá við honum. Það kom þó ekki að sök því BadCompany herti sig og vann næstu 5 loturnar í röð. Pressan var öll á Fylki sem tókst að vinna úr erfiðum stöðum og aftengja sprengjuna þrisvar í röð. BadCompany tók þá næstu þrjár lotur og tryggði það þeim sigurinn 16–11, í leiknum og 2–1 í einvíginu. BadCompany er því komið áfram en Fylkir dottnir úr leik. Það eru því Ten5ion, Saga, XY og BadCompany sem mæta Dusty, Þór, Vallea og Ármanni á Stórmeistaramótinu sem hefst þann 23. apríl. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Fylkir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn