Enski boltinn

Ronaldo ekki refsað fyrir að eyðileggja síma einhverfs stráks

Atli Arason skrifar
Cristiano Ronaldo verður ekki refsað af Manchester United en gæti lent í vandræðum hjá lögreglunni.
Cristiano Ronaldo verður ekki refsað af Manchester United en gæti lent í vandræðum hjá lögreglunni. AP Photo

Manchester United ætlar ekki að refsa Cristiano Ronaldo vegna hegðunar hans eftir tapið gegn Everton á laugardaginn. Ronaldo skemmdi þá síma ungs áhorfanda sem var að taka myndband af portúgölsku stjörnunni. Lögreglan á Englandi mun hins vegar rannsaka málið frekar.

Myndbönd sýna þegar Ronaldo gengur af velli og virðist slá frá sér í aðskotahlut sem endar í jörðinni.

Sarah Kelly, móðir 14 ára einhverfs stráks sem er stuðningsmaður Everton, segir að hluturinn sem um ræðir hafi verið iPhone sími stráksins en Kelly segir frá atvikinu í viðtali við Liverpool Echo

„Í leikslok voru allir leikmenn að ganga af velli. Við sátum í Park End sem er við leikmannagöngin. Sonur minn var að taka upp myndband af öllum leikmönnunum. Svo kemur Ronaldo og dregur sokkana niður og þá sást að Ronaldo var með blóðuga löpp. Sonur minn færði símann neðar til að ná betra sjónarhorni af löppinni, hann sagði ekkert. Ronaldo labbar að stráknum og slær símann úr höndum hans og gekk svo í burtu,“ sagði Kelly.

Ronaldo hefur beðist afsökunar á hegðun sinni og boðið honum að koma á leik með Manchester United.

„Það er stundum erfitt að eiga við tilfinningar sínar þegar allt blæs á móti. Engu að síður verður maður að sýna rétt fordæmi fyrir allra yngri iðkendur í þessari fallegu íþrótt. Ég bið alla viðeigandi aðila afsökunar á reiðikastinu mínu og vil bjóða stuðningsmanninum á leik á Old Trafford“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×