Klinkið

Guðni stýrir einum stærsta banka Katars

Ritstjórn Innherja skrifar
Guðni Aðalsteinsson hefur gegnt framkvæmdastjórastöðu hjá Dohan Bank frá árinu 2019 þar sem hann hefur verið yfir fjárstýringu og fjárfestingum bankans.
Guðni Aðalsteinsson hefur gegnt framkvæmdastjórastöðu hjá Dohan Bank frá árinu 2019 þar sem hann hefur verið yfir fjárstýringu og fjárfestingum bankans.

Íslenski bankamaðurinn Guðni Aðalsteinsson, sem var á meðal stjórnenda Kaupþings banka þangað til hann féll haustið 2008, hefur verið ráðinn tímabundið sem forstjóri Doha Bank, sem er einn stærsti bankinn í Katar.

Guðni hefur gegnt framkvæmdastjórastöðu hjá Dohan Bank frá árinu 2019 þar sem hann hefur verið yfir fjárstýringu og fjárfestingum bankans (e. chief treasury and investment officer) en hann var með eignir upp á samtals rúmlega 28 milljarða Bandaríkjadali í árslok 2021.

Þar á undan var Guðni framkvæmdastjóri fjármálasviðs fjártæknifyrirtækisins Alva, sem rak Netgíró, Aktiva og Inkasso, um skamma hríð en áður hefur hann meðal annars starfað hjá breska fjármálafyrirtækinu Legal & General, Allied Irish Bank, Lehman Brothers, Credit Suisse og breska fjármálaeftirlitinu.

Þá var Guðni framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings banka á árunum 2005 til 2008.


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.






×