Að sigra glímuna við foreldrasamviskubitið Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. apríl 2022 07:01 Samvera með börnunum snýst ekkert endilega um hversu mikinn tíma við verjum með þeim, heldur hvernig við nýtum tímann sem við erum með þeim. Margir útivinnandi foreldrar glíma við samviskubit gagnvart börnunum vegna vinnunnar. Að sporna við því er hins vegar auðveldara en mörgum grunar og getur leitt til þess að bæði foreldrar og börn verða ánægðari með litlum breytingum. Vísir/Getty Margir útivinnandi foreldrar þekkja það að fá samviskubit gagnvart börnunum vegna vinnunnar. Kannist þið við þetta? Reyndar getur þetta samviskubit tengst fleiru en tímanum sem við verjum í vinnunni því mörg okkar erum oft annars hugar heima fyrir vegna vinnunnar. Segjum „Ha?“ þegar að börnin tala við okkur. Svo er það samviskubitið yfir því að vera svo úrvinda þegar við komum heim að í staðinn fyrir að verja tíma með krökkunum, mútum við þeim með sjónvarpsglápi eða öðru til að fá smá „frí.“ Já, verum bara hreinskilin, það kannast margir við þetta. En hvernig væri að sigra þessa glímu og sporna við foreldrasamviskubitinu markvisst? Hér eru nokkur atriði sem gætu hjálpað. #1: Hvað einkennir þitt samviskubit? Það er ágætt að byrja á því að velta aðeins fyrir okkur þeim einkennum sem okkar samviskubit felur í sér. Erum við með samviskubit yfir því að vinna oft lengi eða mikið eftir að við komum heim? Eða vegna þess að okkur finnst við vera að svíkja krakkana vegna þess að við náum ekki alltaf að mæta á sýningar eða leiki? Er makinn að sjá um barnauppeldið nánast ein/n vegna vinnunnar okkar? Eða ertu með móral vegna þess að þér finnst vinnan svo skemmtileg og þess vegna ertu oft að vinna mikið eða með hugann við vinnuna? Og svo framvegis. Með því að átta okkur á einkennunum getum við betur séð hvað við getum gert til að bæta úr. Og hvers vegna við viljum gera það. Oft eru þetta litlar breytingar og einfaldar. Stundum jafnvel að bæta okkur bara í hlustun þegar börnin okkar eru að tala. Aðalmálið er að ef við sjáum eitthvað sem við getum gert betur, þá er það einfaldlega markmið að setja okkur hvernig við ætlum að ná því. #2: Grimma innri röddin kvödd Næst er að ákveða að hlusta ekki á grimmu innri röddina okkar. Því hún er oft skýringin á því hvers vegna við fáum samviskubit. Gott er að minna okkur á að þessi gagnrýnisrödd er svo grimm að það sem við segjum við okkur sjálf, myndum við aldrei segja við aðra manneskju. Að skipta út þessari rödd fyrir skynsemisröddina gæti til dæmis verið ágætis ráð. Því skynsemin mun að öllum líkindum segja þér að börnunum þínum líður vel og gengur vel. Já, þau eru hreinlega í góðum gír. #3: Samfélagsmiðlarnir og raunheimar Það þriðja sem við ætlum að gera er að skoða hvaða áhrif samfélagsmiðlarnir eru að hafa á okkur. Því þótt fólk átti sig oft ekki á því, eru samfélagsmiðlar oft orsök þess að við erum ósjálfrátt í einhverri samkeppni við aðra. Getur til dæmis verið að þú haldir að aðrir foreldrar séu að standa sig betur en þú? Hið rétta er að ásýnd annars fólks á samfélagsmiðlum hefur ekkert með það að segja hvernig þú ert að standa þig í þínu lífi. #4: Amma, afi og fleiri reddarar Þá er það samviskubitið sem fylgir því að leita til stuðningsnetsins okkar. Fá ömmu eða afa til að sækja og skutla, passa á kvöldin eða um helgar og svo framvegis. Og hvað? Er þetta fólk að kvarta? Eða ert þú með samviskubit yfir því að biðja um aðstoð? Svo lengi sem við erum að reyna okkar besta er ekkert að því að biðja fólk um að létta undir okkur ef það getur og vill. Eins getur verið sniðugt að hagræða með því að skiptast á með öðrum foreldrum að sækja og skutla. #5: Pollýanna er með'etta Hvernig myndi Pollýanna meta stöðuna? Ef við drögum fram jákvæðnina og þakklætið, kemur þá ekki í ljós að það er margt að ganga mjög vel hjá okkur og engin ástæða til að vera með þetta samviskubit? Svo lengi sem við erum til staðar fyrir börnin okkar þegar þess þarf og erum að reyna okkar besta, eru allar líkur á að staðan sé bara í fínu lagi hjá okkur. Að stýra huganum í jákvæðar hugsanir getur gert kraftaverk. Að hugsa út frá þakklætinu, einhverju skemmtilegu sem þið fjölskyldan eigið eða gerið saman. #6: Eins og verkefni í vinnunni Við leysum úr alls kyns málum í vinnunni. Og finnst krefjandi áskoranir skemmtilegar. Að sigra glímuna við foreldrasamviskubitið getum við unnið að eins og verkefni sem við ætlum okkur að leysa. Hvað mögulega getum við til dæmis gert í forgangsröðun verkefna, breyttri hegðun eða með aukinni áherslu á gæðastundir sem er líklegt til að sporna við þessu foreldrasamviskubiti? Er það eitthvað einfalt eins og að leggja meiri áherslu á spjall við krakkana við kvöldverðarborðið? Eða viljum við breyta forgangslistanum í vinnunni þannig að við erum líklegri til að vera ekki í tímaþröng síðdegis? Eða ættum við að minnka símanotkun heima fyrir þegar krakkarnir eru vakandi eða í kringum okkur? Eða snýst málið um að vera betur til staðar með krökkunum þínum þegar þú ert ekki að vinna? Ef já, hvernig ætlar þú að leysa úr því? Og er alveg öruggt að börnunum þínum finnst það sama eða líður þeim bara vel með lífið eins og það er? #7: Þegar að mamma og pabbi eru ánægð Síðast en ekki síst þurfum við að skoða hvernig við erum að rækta okkur sjálf. Þetta er mikilvægt atriði því það að vera besta útgáfan af okkur sjálfum er líklegra til að takast betur alla daga ef við erum meðvituð um að hugsa vel um okkur sjálf. Það eitt að tryggja okkur nægan svefn gerir okkur auðveldara fyrir að vera okkar besta útgáfa á hverjum degi. Og staðreyndin er sú að börnin okkar eru sjaldnast ánægðari en einmitt þegar mamma og pabbi eru ánægð og raunverulega til staðar. Óháð því hvað stimpilklukkan segir í vinnunni. Góðu ráðin Börn og uppeldi Starfsframi Tengdar fréttir Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 „Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál“ 24. mars 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Sjá meira
Reyndar getur þetta samviskubit tengst fleiru en tímanum sem við verjum í vinnunni því mörg okkar erum oft annars hugar heima fyrir vegna vinnunnar. Segjum „Ha?“ þegar að börnin tala við okkur. Svo er það samviskubitið yfir því að vera svo úrvinda þegar við komum heim að í staðinn fyrir að verja tíma með krökkunum, mútum við þeim með sjónvarpsglápi eða öðru til að fá smá „frí.“ Já, verum bara hreinskilin, það kannast margir við þetta. En hvernig væri að sigra þessa glímu og sporna við foreldrasamviskubitinu markvisst? Hér eru nokkur atriði sem gætu hjálpað. #1: Hvað einkennir þitt samviskubit? Það er ágætt að byrja á því að velta aðeins fyrir okkur þeim einkennum sem okkar samviskubit felur í sér. Erum við með samviskubit yfir því að vinna oft lengi eða mikið eftir að við komum heim? Eða vegna þess að okkur finnst við vera að svíkja krakkana vegna þess að við náum ekki alltaf að mæta á sýningar eða leiki? Er makinn að sjá um barnauppeldið nánast ein/n vegna vinnunnar okkar? Eða ertu með móral vegna þess að þér finnst vinnan svo skemmtileg og þess vegna ertu oft að vinna mikið eða með hugann við vinnuna? Og svo framvegis. Með því að átta okkur á einkennunum getum við betur séð hvað við getum gert til að bæta úr. Og hvers vegna við viljum gera það. Oft eru þetta litlar breytingar og einfaldar. Stundum jafnvel að bæta okkur bara í hlustun þegar börnin okkar eru að tala. Aðalmálið er að ef við sjáum eitthvað sem við getum gert betur, þá er það einfaldlega markmið að setja okkur hvernig við ætlum að ná því. #2: Grimma innri röddin kvödd Næst er að ákveða að hlusta ekki á grimmu innri röddina okkar. Því hún er oft skýringin á því hvers vegna við fáum samviskubit. Gott er að minna okkur á að þessi gagnrýnisrödd er svo grimm að það sem við segjum við okkur sjálf, myndum við aldrei segja við aðra manneskju. Að skipta út þessari rödd fyrir skynsemisröddina gæti til dæmis verið ágætis ráð. Því skynsemin mun að öllum líkindum segja þér að börnunum þínum líður vel og gengur vel. Já, þau eru hreinlega í góðum gír. #3: Samfélagsmiðlarnir og raunheimar Það þriðja sem við ætlum að gera er að skoða hvaða áhrif samfélagsmiðlarnir eru að hafa á okkur. Því þótt fólk átti sig oft ekki á því, eru samfélagsmiðlar oft orsök þess að við erum ósjálfrátt í einhverri samkeppni við aðra. Getur til dæmis verið að þú haldir að aðrir foreldrar séu að standa sig betur en þú? Hið rétta er að ásýnd annars fólks á samfélagsmiðlum hefur ekkert með það að segja hvernig þú ert að standa þig í þínu lífi. #4: Amma, afi og fleiri reddarar Þá er það samviskubitið sem fylgir því að leita til stuðningsnetsins okkar. Fá ömmu eða afa til að sækja og skutla, passa á kvöldin eða um helgar og svo framvegis. Og hvað? Er þetta fólk að kvarta? Eða ert þú með samviskubit yfir því að biðja um aðstoð? Svo lengi sem við erum að reyna okkar besta er ekkert að því að biðja fólk um að létta undir okkur ef það getur og vill. Eins getur verið sniðugt að hagræða með því að skiptast á með öðrum foreldrum að sækja og skutla. #5: Pollýanna er með'etta Hvernig myndi Pollýanna meta stöðuna? Ef við drögum fram jákvæðnina og þakklætið, kemur þá ekki í ljós að það er margt að ganga mjög vel hjá okkur og engin ástæða til að vera með þetta samviskubit? Svo lengi sem við erum til staðar fyrir börnin okkar þegar þess þarf og erum að reyna okkar besta, eru allar líkur á að staðan sé bara í fínu lagi hjá okkur. Að stýra huganum í jákvæðar hugsanir getur gert kraftaverk. Að hugsa út frá þakklætinu, einhverju skemmtilegu sem þið fjölskyldan eigið eða gerið saman. #6: Eins og verkefni í vinnunni Við leysum úr alls kyns málum í vinnunni. Og finnst krefjandi áskoranir skemmtilegar. Að sigra glímuna við foreldrasamviskubitið getum við unnið að eins og verkefni sem við ætlum okkur að leysa. Hvað mögulega getum við til dæmis gert í forgangsröðun verkefna, breyttri hegðun eða með aukinni áherslu á gæðastundir sem er líklegt til að sporna við þessu foreldrasamviskubiti? Er það eitthvað einfalt eins og að leggja meiri áherslu á spjall við krakkana við kvöldverðarborðið? Eða viljum við breyta forgangslistanum í vinnunni þannig að við erum líklegri til að vera ekki í tímaþröng síðdegis? Eða ættum við að minnka símanotkun heima fyrir þegar krakkarnir eru vakandi eða í kringum okkur? Eða snýst málið um að vera betur til staðar með krökkunum þínum þegar þú ert ekki að vinna? Ef já, hvernig ætlar þú að leysa úr því? Og er alveg öruggt að börnunum þínum finnst það sama eða líður þeim bara vel með lífið eins og það er? #7: Þegar að mamma og pabbi eru ánægð Síðast en ekki síst þurfum við að skoða hvernig við erum að rækta okkur sjálf. Þetta er mikilvægt atriði því það að vera besta útgáfan af okkur sjálfum er líklegra til að takast betur alla daga ef við erum meðvituð um að hugsa vel um okkur sjálf. Það eitt að tryggja okkur nægan svefn gerir okkur auðveldara fyrir að vera okkar besta útgáfa á hverjum degi. Og staðreyndin er sú að börnin okkar eru sjaldnast ánægðari en einmitt þegar mamma og pabbi eru ánægð og raunverulega til staðar. Óháð því hvað stimpilklukkan segir í vinnunni.
Góðu ráðin Börn og uppeldi Starfsframi Tengdar fréttir Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 „Vera frábær mamma, standa sig vel í vinnunni og helst hafa tíu áhugamál“ 24. mars 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Sjá meira
Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00
Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01