Aðspurður um lagið Farinn segir Hugo:
„Lagið er samið um ákveðið tímabil sem ég fór í gegnum eftir erfið sambandsslit vegna framhjáhalds af hendi fyrrverandi. Textinn verður svolítið til út frá því en ég held að flestir tengi við það að vera endalaust að reyna að deyfa sig, hver og einn á sinn hátt, þegar maður verður fyrir barðinu á einhverju sem særir mann djúpt.“
Hann segir margt spennandi á döfinni og ætlar sér að halda áfram að gefa út efni.
„Ég er búinn að vera að vinna að nýju lagi og smá pop-up viðburði sem ég kynni vonandi sem fyrst, en svo er bara búið að vera endalaust af bókunum og brjálað að gera síðan Covid reglunum var aflétt.
Þannig ég er mjög þakklátur fyrir alla sem hafa verið að hlusta og hafa bókað mig út um allt land hingað til.“
En fáum við einhvern tíma að vita hver maðurinn á bak við grímuna er?
„Alveg hundrað prósent en hingað til er þetta bara svo bilað dæmi að ég tími ekki að segja frá því strax.
Ég var til dæmis í partýi um daginn þar sem það var svoleiðis verið að rífast um það hver Hugo væri. Allir með mismunandi „leads“ og kenningar á meðan að ég sat bara þarna beint fyrir framan þau og enginn vissi neitt haha.
Þannig ég er bara að njóta þess allt of mikið þessa stundina en maður veit aldrei!“
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga frá klukkan 14:00-16:00 á FM957.
Íslenski listinn í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: