Enski boltinn

Arsenal rannsakar hatur í garð samkynhneigðra frá áhorfendum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Enska knattspyrnufélagið Arsenal lætur mismunum ekki líðast.
Enska knattspyrnufélagið Arsenal lætur mismunum ekki líðast. David Price/Arsenal FC via Getty Images

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur hafið rannsókn á áhorfendum á leik liðsins gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni sem fram fór seinustu helgi.

Rannsóknin var sett af stað eftir að tveimur áhorfendum var vísað út af leikvangnum vegna hatursorðræðu í garð samkynhneigðra.

„Við munum grípa til hörðustu aðgerða sem möguleiki er á gegn þeim gerendum sem hægt er að bera kennsl á,“ segir í yfirlýsingu frá Lundúnaliðinu.

„Við viljum einnig minna stuðningsmenn á að hatur í garð samkynhneigðra er hatursglæpur sem er refsiverður samkvæmt lögum.“

„Arsenal á að bjóða upp á öruggt umhverfi sem tekur vel á móti öllum. Hvers kyns mismunun er ekki velkomin innan okkar félags,“ sagði að lokum í yfirlýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×