Enski boltinn

Tuchel finnur til með Gallagher

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Conor Gallagher hefur verið einn besti leikmaður Crystal Palace á tímabilinu.
Conor Gallagher hefur verið einn besti leikmaður Crystal Palace á tímabilinu. vísir/Getty

Enski miðjumaðurinn Conor Gallagher fær ekki að taka þátt í undanúrslitaleik Crystal Palace og Chelsea í enska bikarnum á morgun.

Þessi 22 ára gamli miðjumaður er lánsmaður hjá Palace frá Chelsea og í lánssamningnum á milli félaganna er kveðið á um að hann megi ekki spila leiki Palace gegn Chelsea.

Þegar í ljós kom að liðin myndu mætast í undanúrslitum óskaði Palace eftir því að Gallagher fengi að spila leikinn en þeirri beiðni var hafnað af Chelsea.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segir ákvörðun félagsins rétta en hann skilji vel að Gallagher, sem hefur verið frábær í liði Palace í vetur, sé svekktur.

„Ég hitti hann á dögunum, fyrir tilviljun, á veitingastað og við spjölluðum saman og þetta kom upp. Ég bað hann afsökunar,“ sagði Tuchel.

„Ég veit hversu kappsamur hann er og ég þekki hans karakter. Ég kann mjög vel við hann og það var gott að vinna með honum á undirbúningstímabilinu.“

„Við spilum til að vinna leiki og reglurnar voru skýrar þegar við gerðum lánssamninginn. Ég skil vel hans vonbrigði en þetta voru ákvæðin í samningnum og þau standa,“ segir Tuchel.

Leikur Chelsea og Crystal Palace fer fram á sunnudag og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport 2 klukkan 15:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×