Enski boltinn

Guardiola: Bikarkeppnin ekki minna mikilvæg en deildin

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. vísir/getty

Pep Guardiola, stjóri Englandsmeistara Manchester City, dregur ekki dul á hversu mikils virði enska bikarkeppnin er fyrir hann.

Í dag munu tvö bestu lið Englands um þessar mundir, Man City og Liverpool, eigast við í undanúrslitum keppninnar sem hinn sigursæli Guardiola hefur aðeins unnið einu sinni síðan hann kom til Englands árið 2016

„Á þeim sex árum sem ég hef verið hérna höfum við fimm sinnum verið með í undanúrslitum enska bikarsins. Það er frábært,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær.

Hann er ekki búinn að gleyma vonbrigðum síðasta tímabils en þá tapaði Man City í undanúrslitum fyrir Chelsea sem skoraði eitt mark gegn engu marki Man City.

„Við vorum í svipuðum málum í fyrra og vonandi gerum við betur en við gerðum í fyrra.“

„Við erum í möguleika á að komast í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og það er svo stór áfangi að vinna þessa keppni. Ég ber mikla virðingu fyrir þessari keppni, stundum meiri en fyrir úrvalsdeildinni,“ segir Pep.

Leikur Man City og Liverpool verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun klukkan 14:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×