Rangnick segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. apríl 2022 11:00 Ralf Rangnick segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við sem bráðabirgðastjóri Manchester United. Michael Regan/Getty Images Ralf Rangnick, bráðabirgðarstjóri Manchester United, segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við liðinu þrátt fyrir að gengið hafi ekki verið jafn gott og vonast var eftir. Rangnick viðurkennir þetta þrátt fyrir það að nú sé orðið ansi ólíklegt að United nái markmiðum sínum um að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið situr í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 51 stig, sex stigum á eftir Tottenham sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu þegar sjö umferðir eru eftir. Undir stjórn Þjóðverjans hefur liðið aðeins unnið níu af 22 leikjum í öllum keppnum síðan hann tók við af Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær. Enginn stjóri eftir langa og farsæla stjóratíð Sir Alex Feruson er með verra sigurhlutfall en Rangnick. „Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Rangnick í vikunni. „Ég myndi gera þetta aftur og aftur.“ United hefur aðeins fengið fimm stig í seinustu fimm leikjum og Rangnick hefur þurft að glíma við hin ýmsu vandamál innan félagsins síðan hann tók við stjórnartaumunum. „Sem þjálfari þá þarftu alltaf að horfa til baka og skoða hvort að það sé eitthvað sem þú hefðir getað gert betur, en ég sé ekki eftir neinu.“ „Við gerum okkur allir grein fyrir því að þetta er ekki auðveldur hópur og að staðan sem liðið var í var ekki góð. Annars sæti ég ekki hér og Ole væri líklega enn hérna í staðin fyrir mig.“ „Við höfum sýnt það á undanförnum mánuðum að við höfum getað spilað á hærra plani, en höfum ekki getað haldið stöðugleikanum eins og við viljum. Það er ástæðan fyrir því að ég er mjög óánægður með það sem við höfum afrekað hingað til,7 sagði Þjóðverjinn að lokum. Manchester United tekur á móti botnliði Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 14:00 og með sigri getur liðið jafnað Arsenal að stigum í fimmta sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Rangnick viðurkennir þetta þrátt fyrir það að nú sé orðið ansi ólíklegt að United nái markmiðum sínum um að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið situr í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 51 stig, sex stigum á eftir Tottenham sem situr í fjórða og seinasta Meistaradeildarsætinu þegar sjö umferðir eru eftir. Undir stjórn Þjóðverjans hefur liðið aðeins unnið níu af 22 leikjum í öllum keppnum síðan hann tók við af Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær. Enginn stjóri eftir langa og farsæla stjóratíð Sir Alex Feruson er með verra sigurhlutfall en Rangnick. „Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Rangnick í vikunni. „Ég myndi gera þetta aftur og aftur.“ United hefur aðeins fengið fimm stig í seinustu fimm leikjum og Rangnick hefur þurft að glíma við hin ýmsu vandamál innan félagsins síðan hann tók við stjórnartaumunum. „Sem þjálfari þá þarftu alltaf að horfa til baka og skoða hvort að það sé eitthvað sem þú hefðir getað gert betur, en ég sé ekki eftir neinu.“ „Við gerum okkur allir grein fyrir því að þetta er ekki auðveldur hópur og að staðan sem liðið var í var ekki góð. Annars sæti ég ekki hér og Ole væri líklega enn hérna í staðin fyrir mig.“ „Við höfum sýnt það á undanförnum mánuðum að við höfum getað spilað á hærra plani, en höfum ekki getað haldið stöðugleikanum eins og við viljum. Það er ástæðan fyrir því að ég er mjög óánægður með það sem við höfum afrekað hingað til,7 sagði Þjóðverjinn að lokum. Manchester United tekur á móti botnliði Norwich í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 14:00 og með sigri getur liðið jafnað Arsenal að stigum í fimmta sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira