Guardiola um Steffen: Þetta var slys Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. apríl 2022 17:23 Gefins mark. vísir/Getty Pep Guardiola, stjóri Man City, vildi ekki gera mikið úr skelfilegum mistökum varamarkmannsins Zack Steffen sem gerðu liði hans erfitt um vik í undanúrslitaleik enska bikarsins á Wembley í dag. Á meðan Liverpool stillti upp sínu sterkasta liði var Guardiola með leikmenn á borð við Rodri, Aymeric Laporte, Kevin De Bruyne og Ederson á varamannabekknum. Þess síðastnefnda var sérstaklega saknað þegar Liverpool keyrði yfir Man City í fyrri hálfleik þar sem hinn bandaríski Steffen var alls ekki sannfærandi á milli stanganna hjá Englandsmeisturunum. „Við gáfum allt í leikinn eftir erfiðan fyrri hálfleik. Fyrsta markið þeirra kemur úr föstu leikatriði og þar eru þeir mjög, mjög öflugir. Annað markið var slys og eftir það var erfitt að koma til baka en við gerðum frábærlega í síðari hálfleik,“ sagði Guardiola í leikslok. Steffen uggði ekki að sér þegar hann fékk sendingu til baka, var allt of lengi að athafna sig með boltann og færði Liverpool tveggja marka forystu á silfurfati þegar Sadio Mane skoraði með því að pressa Steffen inn í markið. Guardiola segir það ekki hafa verið fífldirfsku að stilla Steffen upp í þessum mikilvæga leik og gerði lítið úr mistökunum. „Þetta var bara slys. Eitt af því mikilvægasta í okkar leik er að markmennirnir spili boltanum út og hann er góður í því. Þetta var slys og hann mun læra af þessu. Þegar þú ert með boltann þarna getur þetta alltaf komið fyrir. Ég talaði bara við liðið en ekki hann sérstaklega. Hann er sterkur,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Tengdar fréttir Frábær fyrri hálfleikur skilaði Liverpool í úrslit Liverpool er á leið í úrslitaleik FA-bikarsins eftir 3-2 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City á Wembley í dag, en það var helst frábær fyrri hálfleikur Rauða hersins sem skilaði sigrinum. 16. apríl 2022 16:29 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Á meðan Liverpool stillti upp sínu sterkasta liði var Guardiola með leikmenn á borð við Rodri, Aymeric Laporte, Kevin De Bruyne og Ederson á varamannabekknum. Þess síðastnefnda var sérstaklega saknað þegar Liverpool keyrði yfir Man City í fyrri hálfleik þar sem hinn bandaríski Steffen var alls ekki sannfærandi á milli stanganna hjá Englandsmeisturunum. „Við gáfum allt í leikinn eftir erfiðan fyrri hálfleik. Fyrsta markið þeirra kemur úr föstu leikatriði og þar eru þeir mjög, mjög öflugir. Annað markið var slys og eftir það var erfitt að koma til baka en við gerðum frábærlega í síðari hálfleik,“ sagði Guardiola í leikslok. Steffen uggði ekki að sér þegar hann fékk sendingu til baka, var allt of lengi að athafna sig með boltann og færði Liverpool tveggja marka forystu á silfurfati þegar Sadio Mane skoraði með því að pressa Steffen inn í markið. Guardiola segir það ekki hafa verið fífldirfsku að stilla Steffen upp í þessum mikilvæga leik og gerði lítið úr mistökunum. „Þetta var bara slys. Eitt af því mikilvægasta í okkar leik er að markmennirnir spili boltanum út og hann er góður í því. Þetta var slys og hann mun læra af þessu. Þegar þú ert með boltann þarna getur þetta alltaf komið fyrir. Ég talaði bara við liðið en ekki hann sérstaklega. Hann er sterkur,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Tengdar fréttir Frábær fyrri hálfleikur skilaði Liverpool í úrslit Liverpool er á leið í úrslitaleik FA-bikarsins eftir 3-2 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City á Wembley í dag, en það var helst frábær fyrri hálfleikur Rauða hersins sem skilaði sigrinum. 16. apríl 2022 16:29 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Sjá meira
Frábær fyrri hálfleikur skilaði Liverpool í úrslit Liverpool er á leið í úrslitaleik FA-bikarsins eftir 3-2 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City á Wembley í dag, en það var helst frábær fyrri hálfleikur Rauða hersins sem skilaði sigrinum. 16. apríl 2022 16:29