Soucek bjargaði stigi fyrir West Ham | Newcastle stal sigrinum gegn Leicester Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. apríl 2022 15:18 Thomas Soucek skoraði eina mark West Ham í dag. Steve Bardens/Getty Images Tveimur leikjum er nú lokið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Thomas Soucek bjargaði stigi fyrir West Ham gegn fallbaráttuliði Burnley og Newcastle vann 2-1 sigur gegn Leicester, en sigurmarkið kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Burnley þarf sárlega á stigum að halda, enda er liðið í harðri fallbaráttu og stjóralaust í þokkabót eftir að Sean Dyche var látinn taka poka sinn í vikunnu. Liðið varð fyrir áfalli um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Nikola Vlasic braut á miðjumanni Burnley, Ashley Westwood. Brotið leit ekkert sérstaklega illa út, en Westwood virtist festa löppina í grasinu með þeim afleiðingum að snérist vægast sagt illa upp á ökklann á leikmanninum. Löng töf varð á leiknum á meðan Westwood fékk aðhlynningu og hann var að lokum borinn af velli. Þrátt fyrir þetta áfall höfðu gestirnir í Burnley verk að vinna og eftir hálftíma leik var Wout Weghorst búinn að koma liðinu yfir. Maxwel Cornet fékk svo tækifæri til að tvöfalda forystu gestanna af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en Lukasz Fabianski sá við honum í marki West Ham. Staðan var því 0-1 í hálfleik og þannig var hún alveg þangað til að um stundarfjórðungur var til leiksloka þregar Tomas Soucek skallaði aukaspyrnu Manuel Lanzini í netið og jafnaði metin. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Burnley situr enn í 18. sæti deildarinnar með 25 stig, þremur stigu frá öruggu sæti nú þegar sjö umferðir eru eftir. West Ham heldur hins vegar enn í veika von um sæti í Meistaradeild Evrópu, en sá draumur virðist ansi fjarlægur. ⏹ A point on the road. #WHUBUR | #UTC pic.twitter.com/cX1VO2R4Dx— Burnley FC (@BurnleyOfficial) April 17, 2022 Í hinum leik dagsins reyndist Bruno Guimaraes hetja Newcastle, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Leicester. Ademola Lookman kom Leicester í forystu eftir tæplega 20 mínútna leik áður en Guimares jafnaði metin tíu mínútum síðar. Guimares skoraði svo sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma með seinustu spyrnu leiksins og niðurstaðan því 2-1 sigur Newcastle. Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Burnley þarf sárlega á stigum að halda, enda er liðið í harðri fallbaráttu og stjóralaust í þokkabót eftir að Sean Dyche var látinn taka poka sinn í vikunnu. Liðið varð fyrir áfalli um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Nikola Vlasic braut á miðjumanni Burnley, Ashley Westwood. Brotið leit ekkert sérstaklega illa út, en Westwood virtist festa löppina í grasinu með þeim afleiðingum að snérist vægast sagt illa upp á ökklann á leikmanninum. Löng töf varð á leiknum á meðan Westwood fékk aðhlynningu og hann var að lokum borinn af velli. Þrátt fyrir þetta áfall höfðu gestirnir í Burnley verk að vinna og eftir hálftíma leik var Wout Weghorst búinn að koma liðinu yfir. Maxwel Cornet fékk svo tækifæri til að tvöfalda forystu gestanna af vítapunktinum stuttu fyrir hálfleik, en Lukasz Fabianski sá við honum í marki West Ham. Staðan var því 0-1 í hálfleik og þannig var hún alveg þangað til að um stundarfjórðungur var til leiksloka þregar Tomas Soucek skallaði aukaspyrnu Manuel Lanzini í netið og jafnaði metin. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Burnley situr enn í 18. sæti deildarinnar með 25 stig, þremur stigu frá öruggu sæti nú þegar sjö umferðir eru eftir. West Ham heldur hins vegar enn í veika von um sæti í Meistaradeild Evrópu, en sá draumur virðist ansi fjarlægur. ⏹ A point on the road. #WHUBUR | #UTC pic.twitter.com/cX1VO2R4Dx— Burnley FC (@BurnleyOfficial) April 17, 2022 Í hinum leik dagsins reyndist Bruno Guimaraes hetja Newcastle, en hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri gegn Leicester. Ademola Lookman kom Leicester í forystu eftir tæplega 20 mínútna leik áður en Guimares jafnaði metin tíu mínútum síðar. Guimares skoraði svo sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartíma með seinustu spyrnu leiksins og niðurstaðan því 2-1 sigur Newcastle.
Enski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira