Manchester City endurheimtir toppsætið Atli Arason skrifar 20. apríl 2022 20:54 Getty Englandsmeistarar Manchester City átti ekki í vandræðum með Brighton & Hove Albion á Etihad vellinum í Manchester. City vann leikinn 3-0 og tyllir sér aftur í toppsæti deildarinnar. Fyrri hálfleikur var markalaus en Riyad Mahrez kemur City yfir á 53. mínútu leiksins þegar hann fær sendingu frá De Bruyne í gegnum vörn Brighton þar sem boltinn skoppar af varnarmönnum Brighton og til Mahrez sem á skot sem fer af varnarmanni Brigton og þaðan í netið. Phil Foden tvöfaldaði svo forskot City á 65. mínútu þegar hann á skot af löngu færi eftir hornspyrnu Mahrez. Skot Foden á viðkomu í leikmanni Brighton og fer þaðan í netið. Bernando Silva klárar svo leikinn á 82. mínútu. City vinnur boltann hátt á vellinum og boltinn berst til Silva sem skrúfar boltann frábærlega framhjá Sanchez í marki Brighton, í þetta skipti án viðkomu í leikmanni Brighton. Manchester City fer því í 77 stig á toppi deildarinnar, einu stigi meira en Liverpool þegar sex umferðir eru eftir. Brighton er í 10 sæti með 40 stig. Enski boltinn
Englandsmeistarar Manchester City átti ekki í vandræðum með Brighton & Hove Albion á Etihad vellinum í Manchester. City vann leikinn 3-0 og tyllir sér aftur í toppsæti deildarinnar. Fyrri hálfleikur var markalaus en Riyad Mahrez kemur City yfir á 53. mínútu leiksins þegar hann fær sendingu frá De Bruyne í gegnum vörn Brighton þar sem boltinn skoppar af varnarmönnum Brighton og til Mahrez sem á skot sem fer af varnarmanni Brigton og þaðan í netið. Phil Foden tvöfaldaði svo forskot City á 65. mínútu þegar hann á skot af löngu færi eftir hornspyrnu Mahrez. Skot Foden á viðkomu í leikmanni Brighton og fer þaðan í netið. Bernando Silva klárar svo leikinn á 82. mínútu. City vinnur boltann hátt á vellinum og boltinn berst til Silva sem skrúfar boltann frábærlega framhjá Sanchez í marki Brighton, í þetta skipti án viðkomu í leikmanni Brighton. Manchester City fer því í 77 stig á toppi deildarinnar, einu stigi meira en Liverpool þegar sex umferðir eru eftir. Brighton er í 10 sæti með 40 stig.