Enski boltinn

Sprengjuhótun barst á heimili Maguire

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Harry Maguire fékk senda sprengjuhótun á heimili sitt.
Harry Maguire fékk senda sprengjuhótun á heimili sitt. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images

Lögreglan í Cheshire á Englandi þurfti að gera húsleit á heimili fyrirliða Manchester United, Harry Maguire, eftir að leikmanninum barst sprengjuhótun.

Maguire tók hótuninni mjög alvarlega og hafði samband við lögreglu þegar hótunin barst, en hann býr með unnustu sinni og tveimur börnum.

„Á seinustu 24 tímum barst alvarleg hótun á heimili Harrys,“ sagði talsmaður Maguire.

„Öryggi fjöl­skyld­unn­ar er að sjálf­sögðu for­gangs­atriði Harrys. Hann mun nú halda áfram undirbúningi sínum fyrir næsta leik og við munum ekki gefa frekari upplýsingar um málið á þessari stundu.“

Þá sagði talsmaður leikmannsins einnig að lögreglan væri með málið til skoðunnar. Ekki er vitað frá hverjum hótunin barst og þá hafa heimildarmenn ekki heldur viljað gefa upp hvernig hún barst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×