Enski boltinn

Burnley heldur sér á lífi í ensku úrvalsdeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nathan Collins skoraði seinna mark Burnley í kvöld.
Nathan Collins skoraði seinna mark Burnley í kvöld. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images

Burnley vann afar mikilvægan 2-0 sigur er liðið tók á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Connor Roberts kom heimamönnum í Burnley yfir strax á 12. mínútu með góðu skoti eftir stoðsendingu frá Josh Brownhill.

Það var svo Nathan Collins sem sá til þess að staðan var 2-0 þegar flautað var til hálfleiks þegar hann skallaði hornspyrnu Josh Brownhill í netið á 44. mínútu.

Ekkert var skorað í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því mikilvægur 2-0 sigur heimamanna í Burnley. Liðið er nú með 28 stig í 18. sæti þegar sex leikir eru eftir, aðeins einu stigi á eftir Everton sem situr í seinasta örugga sæti deildarinnar. Everton á þó einn leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×