Arsenal heggur stórt skarð í Meistaradeildarvonir Manchester United 23. apríl 2022 13:33 Bruno Fernandes trúir ekki sínum eigin augum eftir vítaklúðrið. Leikmenn Arsenal fagna. Getty Images Það stefnir allt í að Erik Ten Hag verði ekki með Manchester United í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir að liðið tapaði gegn Arsenal á Emirates vellinum, 3-1. Nuno Tavares kom Arsenal yfir strax á þriðju mínútu þegar hann var réttur maður á réttum stað á fjærstöng til að stýra frákastinu í netið. Eddie Nketiah virtist hafa komið Arsenal í tveggja marka forystu þegar hann kom boltanum í netið á 30. mínútu en þegar markið var skoðað í VARsjánni þá kom í ljós að Nketiah var í rangstöðu þegar boltinn barst til hans frá Saka. Á meðan rangstaðan var skoðuð sá myndbandsdómarinn að brotið hafi verið á Saka inn í vítateig áður en boltinn fór á Nketiah. Eftir smá japl jaml og fuður var Craig Pawson, dómari leiksins, sendur á hliðarlínuna til að skoða atvikið sjálfur og stuttu síðar var vítaspyrna dæmd. Saka tók spyrnuna og skoraði, 2-0 fyrir Arsenal. Tveimur mínútum síðar, á 34. mínútu, minnkar Cristiano Ronaldo forystu Arsenal með marki eftir fyrirgjöf Nemanja Matic. Hundraðasta mark Ronaldo í ensku úrvalsdeildinni. Á 57. mínútu fékk Manchester United kjörið tækifæri til að jafna leikinn þegar vítaspyrna var dæmd eftir að Tavares handlék boltann. Ronaldo fór ekki á punktinn heldur var það Bruno Fernandes sem tók á sig ábyrgðina að taka spyrnuna. Það fór ekki betur en svo að Bruno setti boltann í stöngina og aftur fyrir endamörk. Vont var verra fyrir United þegar Granit Xhaka skorar fjórða og síðasta mark leiksins með þrumuskoti fyrir utan vítateig á 70 mínútu. Lokatölur voru því 3-1 fyrir Arsenal. Arsenal er með sigrinum komið upp í fjórða sæti deildarinnar með 60 stig þegar liðið er búið að leika 33 leiki, þremur stigum á undan Tottenham sem á einn leik til góða á Arsenal. Manchester United er hins vegar í sjötta sæti með 54 stig eftir 34 leiki. Það mun því reynast erfitt fyrir Manchester United að gera atlögu af fjórða sætinu í síðustu leikjum tímabilsins. Enski boltinn
Það stefnir allt í að Erik Ten Hag verði ekki með Manchester United í Meistaradeildinni á næsta tímabili eftir að liðið tapaði gegn Arsenal á Emirates vellinum, 3-1. Nuno Tavares kom Arsenal yfir strax á þriðju mínútu þegar hann var réttur maður á réttum stað á fjærstöng til að stýra frákastinu í netið. Eddie Nketiah virtist hafa komið Arsenal í tveggja marka forystu þegar hann kom boltanum í netið á 30. mínútu en þegar markið var skoðað í VARsjánni þá kom í ljós að Nketiah var í rangstöðu þegar boltinn barst til hans frá Saka. Á meðan rangstaðan var skoðuð sá myndbandsdómarinn að brotið hafi verið á Saka inn í vítateig áður en boltinn fór á Nketiah. Eftir smá japl jaml og fuður var Craig Pawson, dómari leiksins, sendur á hliðarlínuna til að skoða atvikið sjálfur og stuttu síðar var vítaspyrna dæmd. Saka tók spyrnuna og skoraði, 2-0 fyrir Arsenal. Tveimur mínútum síðar, á 34. mínútu, minnkar Cristiano Ronaldo forystu Arsenal með marki eftir fyrirgjöf Nemanja Matic. Hundraðasta mark Ronaldo í ensku úrvalsdeildinni. Á 57. mínútu fékk Manchester United kjörið tækifæri til að jafna leikinn þegar vítaspyrna var dæmd eftir að Tavares handlék boltann. Ronaldo fór ekki á punktinn heldur var það Bruno Fernandes sem tók á sig ábyrgðina að taka spyrnuna. Það fór ekki betur en svo að Bruno setti boltann í stöngina og aftur fyrir endamörk. Vont var verra fyrir United þegar Granit Xhaka skorar fjórða og síðasta mark leiksins með þrumuskoti fyrir utan vítateig á 70 mínútu. Lokatölur voru því 3-1 fyrir Arsenal. Arsenal er með sigrinum komið upp í fjórða sæti deildarinnar með 60 stig þegar liðið er búið að leika 33 leiki, þremur stigum á undan Tottenham sem á einn leik til góða á Arsenal. Manchester United er hins vegar í sjötta sæti með 54 stig eftir 34 leiki. Það mun því reynast erfitt fyrir Manchester United að gera atlögu af fjórða sætinu í síðustu leikjum tímabilsins.