Lærisveinar Mourinho steinlágu í Mílanó Arnar Geir Halldórsson skrifar 23. apríl 2022 18:04 Simone Inzaghi hafði betur í dag. vísir/Getty Hollenski varnarmaðurinn Denzel Dumfries kom Inter í forystu eftir hálftíma leik þegar hann skoraði eftir undirbúning Hakan Calhanoglu. Skömmu síðar tvöfaldaði Marcelo Brozovic muninn og leiddu heimamenn með tveimur mörkum gegn engu í leikhléi. Lautaro Martinez rak svo smiðshöggið í upphafi síðari hálfleiks þegar hann skoraði eftir stoðsendingu Hakan Calhanoglu og forystan orðin þrjú mörk. Henrikh Mkhitaryan lagaði stöðuna fyrir gestina skömmu fyrir leikslok og lokatölur því 3-1. Inter með eins stigs forystu á toppi deildarinnar en Roma í fimmta sæti og á nú á hættu að missa Fiorentina upp fyrir sig en Flórensarliðið er tveimur stigum á eftir Roma og á tvo leiki til góða. Ítalski boltinn
Hollenski varnarmaðurinn Denzel Dumfries kom Inter í forystu eftir hálftíma leik þegar hann skoraði eftir undirbúning Hakan Calhanoglu. Skömmu síðar tvöfaldaði Marcelo Brozovic muninn og leiddu heimamenn með tveimur mörkum gegn engu í leikhléi. Lautaro Martinez rak svo smiðshöggið í upphafi síðari hálfleiks þegar hann skoraði eftir stoðsendingu Hakan Calhanoglu og forystan orðin þrjú mörk. Henrikh Mkhitaryan lagaði stöðuna fyrir gestina skömmu fyrir leikslok og lokatölur því 3-1. Inter með eins stigs forystu á toppi deildarinnar en Roma í fimmta sæti og á nú á hættu að missa Fiorentina upp fyrir sig en Flórensarliðið er tveimur stigum á eftir Roma og á tvo leiki til góða.