Mercedes-EQ frumsýnir EQS SUV Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. apríl 2022 07:00 Mercedes-EQS SUV. Mercedes-EQ hefur kynnti til leiks EQS SUV sportjeppling í vikunni. Bíllinn hefur allt að 660 km drægni. EQS SUV sportjepplingurinn býr yfir rými fyrir allt að sjö manns. Líkt og EQS fólksbíllinn hefur hann sama langa hjólhafið sem gerir aksturseiginleika hans einstaka og mikið innanrými. EQS SUV sportjeppinn hefur góða veghæð, búinn loftpúðafjöðrun. Innra rými í EQS SUV. EQS SUV sportjepplingurinn er hlaðinn tækni í innanrýminu. Bíllinn er fáanlegur með hinum hátæknivædda Hyperscreen, líkt og í EQS lúxusfólksbíllinn. Hyperscreen er háskerpuskjár sem teygir anga sýna yfir allt mælaborðið enda 55” með einu samfelldu bogadregnu gleri. Innréttingin er líka að mestu leyti sú sama og í EQS sem og afþreyingarpakkinn sem samanstendur m.a. af tveimur 11,6 tommu skjám fyrir farþega í aftursætum. EQS SUV verður búinn hinum þekkta 4MATIC fjórhjóladrifi og við það verður hægt að velja mismunandi aflútfærslur en sú öflugasta er EQS 580 4MATIC en hún er 545 hestöfl með 858 Nm tog sem skilar bílnum 0-100 á einungis 4,7 sekúndum EQS SUV mun keppa við Tesla Model X, BMW iX og fleiri rafsportjepplinga. Það verður áhugavert að sjá hvernig viðtökurnar verða á Íslandi. EQS SUV verður fáanlegur með allt að 22kW, þriggja fasa hleðslugetu sem hleður bílinn frá 0-100% á 5,5 klukkustund. Hraðhleðslugeta bílsins verður 200kW sem þýðir að hægt verður að ná 300 km drægni á aðeins 15 mínútum og hlaða bílinn 10-80% á u.þ.b. 30 mínútum. Vistvænir bílar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent
Innra rými í EQS SUV. EQS SUV sportjepplingurinn er hlaðinn tækni í innanrýminu. Bíllinn er fáanlegur með hinum hátæknivædda Hyperscreen, líkt og í EQS lúxusfólksbíllinn. Hyperscreen er háskerpuskjár sem teygir anga sýna yfir allt mælaborðið enda 55” með einu samfelldu bogadregnu gleri. Innréttingin er líka að mestu leyti sú sama og í EQS sem og afþreyingarpakkinn sem samanstendur m.a. af tveimur 11,6 tommu skjám fyrir farþega í aftursætum. EQS SUV verður búinn hinum þekkta 4MATIC fjórhjóladrifi og við það verður hægt að velja mismunandi aflútfærslur en sú öflugasta er EQS 580 4MATIC en hún er 545 hestöfl með 858 Nm tog sem skilar bílnum 0-100 á einungis 4,7 sekúndum EQS SUV mun keppa við Tesla Model X, BMW iX og fleiri rafsportjepplinga. Það verður áhugavert að sjá hvernig viðtökurnar verða á Íslandi. EQS SUV verður fáanlegur með allt að 22kW, þriggja fasa hleðslugetu sem hleður bílinn frá 0-100% á 5,5 klukkustund. Hraðhleðslugeta bílsins verður 200kW sem þýðir að hægt verður að ná 300 km drægni á aðeins 15 mínútum og hlaða bílinn 10-80% á u.þ.b. 30 mínútum.
Vistvænir bílar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent