Bíó og sjónvarp

Daði hlaut BAFTA-verðlaun

Bjarki Sigurðsson skrifar
Daði Einarsson vann til BAFTA-verðlauna í kvöld fyrir þættina The Witcher.
Daði Einarsson vann til BAFTA-verðlauna í kvöld fyrir þættina The Witcher.

Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher.

BAFTA-verðlaunin eru veitt árlega, bæði í flokki kvikmynda og sjónvarpsþátta, af bresku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni.

Það voru þeir Gavin Round, Aleksandar Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin og Jet Omoshebi sem, ásamt Daða, voru hluti af teyminu sem hlaut verðlaunin.

Þáttaröðin hlaut einnig verðlaun fyrir besta leikgervi og hár, og var tilnefnd fyrir besta hljóð í leiknum þáttum.

Daði er fyrsti Íslendingurinn til að hljóta verðlaun á hátíðinni síðan Hildur Guðnadóttir vann þau fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl árið 2020.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×