Van Basten ráðleggur Ten Hag að treysta á Ronaldo og hlusta ekki á fjölmiðlana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 12:01 Cristiano Ronaldo hefur skorað mikið fyrir Manchester United liðið að undanförnu og er langmarkahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni. AP/Jon Super Erik ten Hag tekur við liði Manchester United í sumar og það eru margir forvitnir um hvað hann gerir við Cristiano Ronaldo. Landi Ten Hag og goðsögn í hollensku fótboltasögunni ráðleggur honum að byggja liðið í kringum portúgalska framherjann. Ronaldo skoraði á móti Arsenal um helgina eftir að hafa misst af 4-0 tapleiknum á móti Liverpool. Hann hefur skorað þrennu í síðustu tveimur heimaleikjum á móti Norwich City og Tottenham. Marco Van Basten's message to Ten Hag: "Don t listen to the media. Focus on your team. Build around Ronaldo, he may be an individual player, but if he keeps performing as he has, let him play how he wants. Erik, you can change everything at United. #MUFC pic.twitter.com/DbGCgXtiUN— GiveMeSport (@GiveMeSport) April 26, 2022 Marco van Basten er einn besti framherji allra tíma en þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla. „Ef Ronaldo spilar áfram eins og hann gerði í síðustu viku (á móti Norwich) og skorar tvö eða þrjú mörk í leik reglulega þá er engin ástæða til að taka hann úr liðinu,“ sagði Marco van Basten í The Rondo Show. „Ronaldo er leikmaður sem gerir hlutina oft fyrir sjálfan sig en á meðan hann er að skila mörkum þá verður hann að eiga sæti í liðinu,“ sagði Van Basten. „Ten Hag verður samt að átta sig á því að hann getur ekki beðið um það sama líkamlega af Cristiano Ronaldo og af átján ára leikmanni,“ sagði Van Basten. „Auðvitað verður Ronaldo að leggja mikið á sig og ég er viss um að hann gerir það því ég sé alveg Ten Hag hafa góð áhrif á hann. Hann mun leyfa honum að spila þar sem hann vill,“ sagði Van Basten. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Ég er tilbúinn að gefa Erik eitt gott ráð. Ekki hlusta á fjölmiðlana þegar hann byrjar þarna,“ sagði Van Basten. „Hann mun vera með fullkomna einbeitingu á sitt starf, sína vinnu á æfingavellinum og á liðið sjálft. Þegar hann gerir það þá er ég viss um að hann getur breytt öllu hjá United,“ sagði Marco van Basten Cristiano Ronaldo hefur skorað 22 mörk á tímabilinu þar af sextán mörk í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann hélt upp á 37 ára afmælið sitt í febrúar. Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Ronaldo skoraði á móti Arsenal um helgina eftir að hafa misst af 4-0 tapleiknum á móti Liverpool. Hann hefur skorað þrennu í síðustu tveimur heimaleikjum á móti Norwich City og Tottenham. Marco Van Basten's message to Ten Hag: "Don t listen to the media. Focus on your team. Build around Ronaldo, he may be an individual player, but if he keeps performing as he has, let him play how he wants. Erik, you can change everything at United. #MUFC pic.twitter.com/DbGCgXtiUN— GiveMeSport (@GiveMeSport) April 26, 2022 Marco van Basten er einn besti framherji allra tíma en þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla. „Ef Ronaldo spilar áfram eins og hann gerði í síðustu viku (á móti Norwich) og skorar tvö eða þrjú mörk í leik reglulega þá er engin ástæða til að taka hann úr liðinu,“ sagði Marco van Basten í The Rondo Show. „Ronaldo er leikmaður sem gerir hlutina oft fyrir sjálfan sig en á meðan hann er að skila mörkum þá verður hann að eiga sæti í liðinu,“ sagði Van Basten. „Ten Hag verður samt að átta sig á því að hann getur ekki beðið um það sama líkamlega af Cristiano Ronaldo og af átján ára leikmanni,“ sagði Van Basten. „Auðvitað verður Ronaldo að leggja mikið á sig og ég er viss um að hann gerir það því ég sé alveg Ten Hag hafa góð áhrif á hann. Hann mun leyfa honum að spila þar sem hann vill,“ sagði Van Basten. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Ég er tilbúinn að gefa Erik eitt gott ráð. Ekki hlusta á fjölmiðlana þegar hann byrjar þarna,“ sagði Van Basten. „Hann mun vera með fullkomna einbeitingu á sitt starf, sína vinnu á æfingavellinum og á liðið sjálft. Þegar hann gerir það þá er ég viss um að hann getur breytt öllu hjá United,“ sagði Marco van Basten Cristiano Ronaldo hefur skorað 22 mörk á tímabilinu þar af sextán mörk í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann hélt upp á 37 ára afmælið sitt í febrúar.
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira