Van Basten ráðleggur Ten Hag að treysta á Ronaldo og hlusta ekki á fjölmiðlana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2022 12:01 Cristiano Ronaldo hefur skorað mikið fyrir Manchester United liðið að undanförnu og er langmarkahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni. AP/Jon Super Erik ten Hag tekur við liði Manchester United í sumar og það eru margir forvitnir um hvað hann gerir við Cristiano Ronaldo. Landi Ten Hag og goðsögn í hollensku fótboltasögunni ráðleggur honum að byggja liðið í kringum portúgalska framherjann. Ronaldo skoraði á móti Arsenal um helgina eftir að hafa misst af 4-0 tapleiknum á móti Liverpool. Hann hefur skorað þrennu í síðustu tveimur heimaleikjum á móti Norwich City og Tottenham. Marco Van Basten's message to Ten Hag: "Don t listen to the media. Focus on your team. Build around Ronaldo, he may be an individual player, but if he keeps performing as he has, let him play how he wants. Erik, you can change everything at United. #MUFC pic.twitter.com/DbGCgXtiUN— GiveMeSport (@GiveMeSport) April 26, 2022 Marco van Basten er einn besti framherji allra tíma en þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla. „Ef Ronaldo spilar áfram eins og hann gerði í síðustu viku (á móti Norwich) og skorar tvö eða þrjú mörk í leik reglulega þá er engin ástæða til að taka hann úr liðinu,“ sagði Marco van Basten í The Rondo Show. „Ronaldo er leikmaður sem gerir hlutina oft fyrir sjálfan sig en á meðan hann er að skila mörkum þá verður hann að eiga sæti í liðinu,“ sagði Van Basten. „Ten Hag verður samt að átta sig á því að hann getur ekki beðið um það sama líkamlega af Cristiano Ronaldo og af átján ára leikmanni,“ sagði Van Basten. „Auðvitað verður Ronaldo að leggja mikið á sig og ég er viss um að hann gerir það því ég sé alveg Ten Hag hafa góð áhrif á hann. Hann mun leyfa honum að spila þar sem hann vill,“ sagði Van Basten. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Ég er tilbúinn að gefa Erik eitt gott ráð. Ekki hlusta á fjölmiðlana þegar hann byrjar þarna,“ sagði Van Basten. „Hann mun vera með fullkomna einbeitingu á sitt starf, sína vinnu á æfingavellinum og á liðið sjálft. Þegar hann gerir það þá er ég viss um að hann getur breytt öllu hjá United,“ sagði Marco van Basten Cristiano Ronaldo hefur skorað 22 mörk á tímabilinu þar af sextán mörk í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann hélt upp á 37 ára afmælið sitt í febrúar. Enski boltinn Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
Ronaldo skoraði á móti Arsenal um helgina eftir að hafa misst af 4-0 tapleiknum á móti Liverpool. Hann hefur skorað þrennu í síðustu tveimur heimaleikjum á móti Norwich City og Tottenham. Marco Van Basten's message to Ten Hag: "Don t listen to the media. Focus on your team. Build around Ronaldo, he may be an individual player, but if he keeps performing as he has, let him play how he wants. Erik, you can change everything at United. #MUFC pic.twitter.com/DbGCgXtiUN— GiveMeSport (@GiveMeSport) April 26, 2022 Marco van Basten er einn besti framherji allra tíma en þurfti að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla. „Ef Ronaldo spilar áfram eins og hann gerði í síðustu viku (á móti Norwich) og skorar tvö eða þrjú mörk í leik reglulega þá er engin ástæða til að taka hann úr liðinu,“ sagði Marco van Basten í The Rondo Show. „Ronaldo er leikmaður sem gerir hlutina oft fyrir sjálfan sig en á meðan hann er að skila mörkum þá verður hann að eiga sæti í liðinu,“ sagði Van Basten. „Ten Hag verður samt að átta sig á því að hann getur ekki beðið um það sama líkamlega af Cristiano Ronaldo og af átján ára leikmanni,“ sagði Van Basten. „Auðvitað verður Ronaldo að leggja mikið á sig og ég er viss um að hann gerir það því ég sé alveg Ten Hag hafa góð áhrif á hann. Hann mun leyfa honum að spila þar sem hann vill,“ sagði Van Basten. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) „Ég er tilbúinn að gefa Erik eitt gott ráð. Ekki hlusta á fjölmiðlana þegar hann byrjar þarna,“ sagði Van Basten. „Hann mun vera með fullkomna einbeitingu á sitt starf, sína vinnu á æfingavellinum og á liðið sjálft. Þegar hann gerir það þá er ég viss um að hann getur breytt öllu hjá United,“ sagði Marco van Basten Cristiano Ronaldo hefur skorað 22 mörk á tímabilinu þar af sextán mörk í 27 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann hélt upp á 37 ára afmælið sitt í febrúar.
Enski boltinn Mest lesið Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira