Hyundai Ioniq 5 er heimsbíll ársins 2022 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. apríl 2022 07:01 Hyundai Ioniq 5. Rafbíllinn Hyundai Ioniq 5 var valinn heimsbíll ársins 2022 á verðlaunahátíðinni World Car Awards sem fram fór samhliða alþjóðlegu bílasýningunni í New York. Auk þess var Ioniq 5 valinn Rafbíll ársins og hönnun ársins. Ragnar Sigþórsson, sölustjóri Hyundai á Íslandi fyrir miðri mynd ásamt söluteymi sínu við Garðatotg í Garðabæ. „Við erum að vonum afar ánægð með þessa miklu viðurkenningu sem Ioniq 5 hlaut í valinu World Car enda tikkar hann í öll boxin að mati bílasérfræðinga. Útlitið er í senn „80’s retro“ og mjög nýtískulegt, jafnvel framúrstefnulegt sem hefur hitt beint í mark meðal fólks, enda hafa móttökurnar verið einstaklega góðar. Bílarnir sem fáum seljast allir jafnóðum og í augnablikinu erum við með á borðinu rúmlega 200 pantaða bíla og þeir eru allir seldir,“ segir Ragnar Sigþórsson, sölustjóri Hyundai á Íslandi. Hér er myndband af prófunum á Hyundai Ioniq 5 af YouTube rás Throttle House. Dómnefndin á World Car Awards samanstendur af 102 bílablaðamönnum frá 33 löndum. Sautján nýir rafbílar fyrir 2030 Hyundai Ioniq 5 kom á markað 2021 og hefur síðan þá unnið til fjölda viðurkenninga, þar á meðal sem bíll ársins í Þýskalandi og Bretlandi. Ioniq 5 er af nýrri kynslóð rafbíla á nýjum og háþróuðum undirvagni Hyundai Group, sem hyggst kynna sautján nýja rafbíla fyrir árið 2030. Vistvænir bílar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent
Ragnar Sigþórsson, sölustjóri Hyundai á Íslandi fyrir miðri mynd ásamt söluteymi sínu við Garðatotg í Garðabæ. „Við erum að vonum afar ánægð með þessa miklu viðurkenningu sem Ioniq 5 hlaut í valinu World Car enda tikkar hann í öll boxin að mati bílasérfræðinga. Útlitið er í senn „80’s retro“ og mjög nýtískulegt, jafnvel framúrstefnulegt sem hefur hitt beint í mark meðal fólks, enda hafa móttökurnar verið einstaklega góðar. Bílarnir sem fáum seljast allir jafnóðum og í augnablikinu erum við með á borðinu rúmlega 200 pantaða bíla og þeir eru allir seldir,“ segir Ragnar Sigþórsson, sölustjóri Hyundai á Íslandi. Hér er myndband af prófunum á Hyundai Ioniq 5 af YouTube rás Throttle House. Dómnefndin á World Car Awards samanstendur af 102 bílablaðamönnum frá 33 löndum. Sautján nýir rafbílar fyrir 2030 Hyundai Ioniq 5 kom á markað 2021 og hefur síðan þá unnið til fjölda viðurkenninga, þar á meðal sem bíll ársins í Þýskalandi og Bretlandi. Ioniq 5 er af nýrri kynslóð rafbíla á nýjum og háþróuðum undirvagni Hyundai Group, sem hyggst kynna sautján nýja rafbíla fyrir árið 2030.
Vistvænir bílar Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent