Enski boltinn

Klopp búinn að framlengja við Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jürgen Klopp er ekki á förum frá Liverpool, stuðningsmönnum liðsins til mikillar ánægju.
Jürgen Klopp er ekki á förum frá Liverpool, stuðningsmönnum liðsins til mikillar ánægju. getty/Matthew Ashton

Jürgen Klopp hefur framlengt samning samning við Liverpool um tvö ár. Nýi samningurinn gildir til 2026.

The Athletic greinir frá þessu og segir að það styttist í að Liverpool staðfesti tíðindin.

Klopp tók við Liverpool af Brendan Rodgers í október 2015 og hefur gert frábæra hluti á Anfield. Undir stjórn Þjóðverjans varð Liverpool meðal annars Evrópumeistari 2019 og Englandsmeistari 2020.

Liverpool á enn möguleika á að vinna alla fjóra stærstu titlana sem í boði eru í vetur. Rauði herinn er búinn að vinna deildabikarinn, kominn í bikarúrslit, með annan fótinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og aðeins einu stigi á eftir toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool vann Villarreal með tveimur mörkum gegn engu í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gær. Næsti leikur liðsins er gegn Newcastle United í hádeginu á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×