Í viðtali við Billboard í fyrra segir Farruko meðal annars frá því að hann hafi byrjað að rappa í grunnskóla. Vinir hans voru hans fyrstu aðdáendur og hvöttu hann hvað mest til að verða tónlistarmaður. Vinsældir Pepas hafa vaxið gífurlega að undanförnu og má jafnvel tengja þær við hækkandi sól hérlendis. Dansgleðin eykst í takt við hækkandi sól, það virðist vera alveg á hreinu.
Það var mikið um tónlistargleði á íslenska listanum að vanda og af efstu tuttugu lögum vikunnar eru níu íslensk. Eurovision systurnar Sigga, Beta og Elín haldast staðfastar í fjórða sæti íslenska listans og nú fer tilhlökkunin að ná hámarki þar sem þær stíga á svið fyrir Íslands hönd í Torínó eftir tíu daga.
Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00-16:00 á FM957.
Hér má finna íslenska listann í heild sinni:
Íslenski listinn á Spotify: