58,5% aukning nýskráninga á milli ára Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. maí 2022 07:00 Bílasala er á siglingu þessi misserin. Alls voru nýskráðar 2072 bifreiðar í aprílmánuði. Samtals hafa verið nýskráðar 6.396 bifreiðar það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra höfðu 4.035 bifreiðar verið nýskráðar, aukning á milli ára er því 58,51%. Toyota var með flestar nýskráningar þegar litið er til tegunda með 409 bíla. Mitsubishi er í öðru sæti með 311 og Hyundai með 230 í þriðja sæti. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu. Fimm flestu nýskráningarnar eftir tegundum. Undirtegundir Mitsubishi Eclipse Cross í tengiltvinnútgáfu er mest skráða undirtegundin með 272 bíla. Toyota Rav4 er í öðru sæti með 133 bíla og Hyundai Tucson í þriðja með 123 bíla. Apríl í fyrra Samtals voru nýskráðar 1106 bifreiðar í apríl í fyrra. Sem þýðir að næstum er um tvöföldun að ræða á milli ára eða 87% aukning. Orkugjafar nýskráðra bifreiða í apríl. Orkugjafar Tengiltvinnbílar voru mest nýskráðu bifreiðarnar í apríl eða 705. Nýskráningar hreinna rafbíla voru 401. Tvinnbílar sem ekki er hægt að setja í samband eru í þriðja sæti með 363 bifreiðar nýskráðar, 355 dísel bílar voru nýskráðir í apríl og að lokum voru 247 bensínbílar nýskráðir í apríl. Þá var einn metanbíll skráður. Vistvænni bílar eru því með talsverða yfirhönd yfir hina hefðbundnu bensín- og dísel bíla. Samtals voru vistvænu bílarnir 1470, á meðan hinir hefðbundnu voru 602. Vistvænir bílar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Fimm flestu nýskráningarnar eftir tegundum. Undirtegundir Mitsubishi Eclipse Cross í tengiltvinnútgáfu er mest skráða undirtegundin með 272 bíla. Toyota Rav4 er í öðru sæti með 133 bíla og Hyundai Tucson í þriðja með 123 bíla. Apríl í fyrra Samtals voru nýskráðar 1106 bifreiðar í apríl í fyrra. Sem þýðir að næstum er um tvöföldun að ræða á milli ára eða 87% aukning. Orkugjafar nýskráðra bifreiða í apríl. Orkugjafar Tengiltvinnbílar voru mest nýskráðu bifreiðarnar í apríl eða 705. Nýskráningar hreinna rafbíla voru 401. Tvinnbílar sem ekki er hægt að setja í samband eru í þriðja sæti með 363 bifreiðar nýskráðar, 355 dísel bílar voru nýskráðir í apríl og að lokum voru 247 bensínbílar nýskráðir í apríl. Þá var einn metanbíll skráður. Vistvænni bílar eru því með talsverða yfirhönd yfir hina hefðbundnu bensín- og dísel bíla. Samtals voru vistvænu bílarnir 1470, á meðan hinir hefðbundnu voru 602.
Vistvænir bílar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira