Stuðningsmenn Man United strax komnir með sniðugan söng um Ten Hag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2022 16:00 Erik ten Hag er að hætta með lið Ajax frá Amsterdam til að taka við Manchester United. EPA-EFE/KOEN VAN WEEL Það væri jafnvel hægt að gefa stuðningsmönnum Manchester United tíu í einkunn fyrir nýjan stuðningsmannasöng þeirra um hollenska knattspyrnustjórann Erik ten Hag. Ten Hag, sem er að hætta með lið Ajax, tekur við Manchester United liðinu af Ralf Rangnick í sumar. Gengi United hefur ekki verið gott undir stjórn Rangnick en liðið vann þó 3-0 sigur á Brentford í gær í síðasta heimaleiknum í gærkvöldi. Það er mikil spenna meðal flestra stuðningsmanna félagsins fyrir komandi sumri og um leið fyrsta tímabilinu undir stjórn Hollendingsins. Margir leikmenn eru á förum og það er von á nýjum spennandi leikmönnum til liðsins. Ten Hag hefur gert frábæra hluti hjá Ajax og hefur náð þar að byggja upp tvö mjög skemmtileg fótboltalið eftir að félagið seldi stjörnurnar úr fyrra liðinu hans sem fór alla leið í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Stuðningsmennirnir hjá United láta sér dreyma um betri tíma undir stjórn nýja stjórans og nokkrir sniðugir eru þegar búnir að semja nýjan söng um Erik ten Hag. Þeir nýta sér það að nafn hans er ten Hag sem er hægt að skilja á ensku sem tíu Hag. Nýi söngurinn snýst því um að telja upp í tíu Hag með því að byrja á einn Hag (one Hag), tveir Hag (two Hag), þrír Hag (three Hag) og svo framvegis þegar til að þeir ná að telja upp í tíu Hag (ten Hag). Það má sjá þá syngja þennan skemmtilega söng í myndbandinu hér fyrir neðan og maður sér alveg allan Old Trafford taka vel undir þegar þessi byrjar gangi liðinu vel á næstu leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Ten Hag, sem er að hætta með lið Ajax, tekur við Manchester United liðinu af Ralf Rangnick í sumar. Gengi United hefur ekki verið gott undir stjórn Rangnick en liðið vann þó 3-0 sigur á Brentford í gær í síðasta heimaleiknum í gærkvöldi. Það er mikil spenna meðal flestra stuðningsmanna félagsins fyrir komandi sumri og um leið fyrsta tímabilinu undir stjórn Hollendingsins. Margir leikmenn eru á förum og það er von á nýjum spennandi leikmönnum til liðsins. Ten Hag hefur gert frábæra hluti hjá Ajax og hefur náð þar að byggja upp tvö mjög skemmtileg fótboltalið eftir að félagið seldi stjörnurnar úr fyrra liðinu hans sem fór alla leið í undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Stuðningsmennirnir hjá United láta sér dreyma um betri tíma undir stjórn nýja stjórans og nokkrir sniðugir eru þegar búnir að semja nýjan söng um Erik ten Hag. Þeir nýta sér það að nafn hans er ten Hag sem er hægt að skilja á ensku sem tíu Hag. Nýi söngurinn snýst því um að telja upp í tíu Hag með því að byrja á einn Hag (one Hag), tveir Hag (two Hag), þrír Hag (three Hag) og svo framvegis þegar til að þeir ná að telja upp í tíu Hag (ten Hag). Það má sjá þá syngja þennan skemmtilega söng í myndbandinu hér fyrir neðan og maður sér alveg allan Old Trafford taka vel undir þegar þessi byrjar gangi liðinu vel á næstu leiktíð. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira