Tammy skaut Roma í úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. maí 2022 21:00 Tammy Abraham tryggði Rómverjum sæti í úrslitum. Silvia Lore/Getty Images Tammy Abraham skaut Roma í úrslit Sambandsdeildar Evrópu en liðið vann 1-0 sigur á Leicester City í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Marseille og Feyenoord gerðu markalaust jafntefli sem þýðir að Feyenoord er komið í úrslit eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. Fyrri leik Roma og Leicester lauk með 1-1 jafntefli og því mikil spenna fyrir leik kvöldsins í Róm. Það tók heimamenn ekki langan tíma að taka forystuna en enn og aftur voru það föst leikatriði sem kostuðu Leicester City. Lorenzo Pellegrini tók hornspyrnu á 11. mínútu sem rataði beint á pönnuna á Tammy Abraham og þaðan flaug boltinn í netið. Eins og sönnu José Mourinho-liði sæmir þá náðu heimamenn í rútuna og lögðu henni fyrir framan mark sitt. TAMMY ABRAHAM ON THE BIG STAGE pic.twitter.com/qP4XTl5RzV— GOAL (@goal) May 5, 2022 Gestirnir reyndu hvað þeir gátu en allt kom fyrir ekki, Roma vann leikinn 1-0 og einvígið þar með 2-1. Það verða því Roma og Feyenoord sem mætast í Albaníu þann 25. maí þegar úrslitaleikur Sambandsdeildar Evrópu fer fram. Enski boltinn Sambandsdeild Evrópu
Tammy Abraham skaut Roma í úrslit Sambandsdeildar Evrópu en liðið vann 1-0 sigur á Leicester City í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Marseille og Feyenoord gerðu markalaust jafntefli sem þýðir að Feyenoord er komið í úrslit eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. Fyrri leik Roma og Leicester lauk með 1-1 jafntefli og því mikil spenna fyrir leik kvöldsins í Róm. Það tók heimamenn ekki langan tíma að taka forystuna en enn og aftur voru það föst leikatriði sem kostuðu Leicester City. Lorenzo Pellegrini tók hornspyrnu á 11. mínútu sem rataði beint á pönnuna á Tammy Abraham og þaðan flaug boltinn í netið. Eins og sönnu José Mourinho-liði sæmir þá náðu heimamenn í rútuna og lögðu henni fyrir framan mark sitt. TAMMY ABRAHAM ON THE BIG STAGE pic.twitter.com/qP4XTl5RzV— GOAL (@goal) May 5, 2022 Gestirnir reyndu hvað þeir gátu en allt kom fyrir ekki, Roma vann leikinn 1-0 og einvígið þar með 2-1. Það verða því Roma og Feyenoord sem mætast í Albaníu þann 25. maí þegar úrslitaleikur Sambandsdeildar Evrópu fer fram.