Enski boltinn

Ronaldo, Thiago og sex aðrir keppa um að vera kosinn leikmaður mánaðarins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo skoraði mikið fyrir Manchester United liðið í aprílmánuði.
Cristiano Ronaldo skoraði mikið fyrir Manchester United liðið í aprílmánuði. Getty/James Gill

Átta leikmenn eru tilnefndir sem leikmaður aprílmánaðar í ensku úrvalsdeildinni og koma þeim frá sjö félögum. Manchester City er eina liðið sem á tvo leikmenn á listanum að þessu sinni.

Kevin De Bruyne og Gabriel Jesus hjá Manchester City eru báðir tilnefndir. De Bruyne var með tvö mörk og þrjár stoðsendingar í fjórum leikjum sínum í mánuðinum en Jesus var með sex mörk og eina stoðsendingu í fimm leikjum.

Cristiano Ronaldo skoraði fimm deildarmörk í apríl og er tilnefndur en það er líka Thiago sem hefur stjórnað umferðinni á miðju Liverpool liðsins í mánuðinum.

Aðrir sem eru tilnefndir að þessu sinni eru Nathan Collins, miðvörður Burnley, Bruno Guimaraes, miðjumaður Newcastle United, Leandro Trossard, framherji Brighton & Hove Albion og Son Heung-min, framherji Tottenham.

Cristiano Ronaldo var kosinn bestur í september og hefur alls unnið þessi verðlaun fimm sinnum á ferlinum. Enginn annar sem er tilnefndur að þessu sinni hefur verið kosinn áður á þessari leiktíð.

Þeir sem eru tilnefndir sem knattspyrnustjóri mánaðarins eru þeir Thomas Frank hjá Brentford, Pep Guardiola hjá Manchester City, Mike Jackson hjá Burnley og Jurgen Klopp hjá Liverpool.

Guardiola hefur tvisvar verið kosinn á þessari leiktíð en enginn hinna þriggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×