Umfjöllun: Brighton - Man. Utd 4-0 | Algjört hrun hjá Manchester United gegn Brighton Hjörvar Ólafsson skrifar 7. maí 2022 18:29 Cristiano Ronaldo komst ekki á blað hjá Manchester United gegn Brighton í dag Vísir/Getty Það voru Moisés Caicedo Corozo, Cucurella, Pascal Groß og Leandro Trossard sem skoruðu mörk Brighton í leiknum. Hvorugt liðið hafði að miklu að keppa í þessum leik en Brighton siglir lygnan sjó og Manchester United hefur kastað frá sér möguleikanum að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Þetta var næstsíðasti leikur þar sem Ralf Rangnick heldur um stjórnartaumana hjá Manchester United en Erik ten Hag tekur við keflinu af honum í sumar. Leikmenn Manchester United virðast ekki geta beðið eftir því að komast í sumarfrí og ljóst að það verður verk að vinna hjá hollenska knattspyrnustjóranum að færa Manchester United nær toppliðum deildarinnar. Enski boltinn
Það voru Moisés Caicedo Corozo, Cucurella, Pascal Groß og Leandro Trossard sem skoruðu mörk Brighton í leiknum. Hvorugt liðið hafði að miklu að keppa í þessum leik en Brighton siglir lygnan sjó og Manchester United hefur kastað frá sér möguleikanum að spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Þetta var næstsíðasti leikur þar sem Ralf Rangnick heldur um stjórnartaumana hjá Manchester United en Erik ten Hag tekur við keflinu af honum í sumar. Leikmenn Manchester United virðast ekki geta beðið eftir því að komast í sumarfrí og ljóst að það verður verk að vinna hjá hollenska knattspyrnustjóranum að færa Manchester United nær toppliðum deildarinnar.