Minnst þrjátíu látnir eftir sprenginguna í Havana Eiður Þór Árnason skrifar 8. maí 2022 18:02 Björgunarteymi fjarlægja brak af vettvangi sprengingarinnar sem gjöreyðilagði hið fimm stjörnu Hotel Saratoga. AP/Ramon Espinosa Nú er talið að minnst 30 hafi látist í sprengingu við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu á föstudag. Björgunaraðgerðir standa enn yfir og fann leitarteymi þrjú ný lík í dag með aðstoð hunda. Að sögn yfirvalda verður eftirlifenda áfram leitað í rústunum en heilbrigðisráðuneyti Kúbu segir að 84 hafi slasast. Meðal hinna látnu eru fjögur börn, barnshafandi kona og spænskur ferðamaður. Ráðuneytið birti í nöfn látinna í dag en um 24 eru sagðir vera enn á sjúkrahúsi eftir sprenginguna við Hotel Saratoga. Þetta kemur fram í frétt AP-fréttaveitunnar. Í gær gaf fyrirtækið Grupo de Turismo Gaviota SA, eigandi hótelsins, út að þrettán starfsmanna þeirra væri enn saknað. Þá sagði ríkisstjórinn Reinaldo García Zapata á laugardagskvöld að nítján fjölskyldur hafi tilkynnt um ættingja sem hafi ekki skilað sér heim. Hann bætti við að björgunaraðgerðum yrði haldið áfram. Að sögn yfirvalda er byrjað að jarða suma hinna látnu en að aðrir bíða enn fregna af týndum vinum og ættingjum. Örfáir dagar í opnun hótelsins áður en það gjöreyðilagðist Sprengingin kemur sér illa fyrir stöðu ferðamannaiðnaðarins á Kúbu sem var nýbyrjaður að rétta úr kútnum eftir heimsfaraldur kórónuveiru og hertar efnahagsþvinganir Bandaríkjastjórnar sem komið var á í forsetatíð Donalds Trump. Þær fólu meðal annars í sér takmarkanir á komum bandaríska ferðamanna til Kúbu og peningasendingum frá brottfluttum Kúbverjum heim til fjölskyldna sinna. Hotel Saratoga hefur verið lokað í um tvö ár vegna áhrifa faraldursins en unnið var að því að opna það á ný þegar sprengingin átti sér stað. Talið er að blossi eða eldur hafi komist að eldsneyti sem var um borð í tankbíl sem stóð fyrir utan fimm stjörnu hótelið í Gamla-Havana. Bifreiðin virðist við það hafa sprungið í loft upp og eyðilagt nokkrar hæðir hótelsins. Kúba Tengdar fréttir Að minnsta kosti 25 látnir eftir sprengingu við lúxushótel í Havana Að minnsta kosti 25 eru látnir og fleiri en 60 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að sprenging varð við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu. 7. maí 2022 22:20 Gasleka kennt um stærðarinnar sprengingu í Havana Gasleki á þekktu hóteli í Havana leiddi til stærðarinnar sprengingar sem minnst níu dóu í. Um þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús eftir sprenginguna en stór hluti framhluta byggingarinnar hrundi vegna hennar. 6. maí 2022 23:13 Stærðarinnar sprenging í Havana Fyrr í dag varð stærðarinnar sprenging við Saratoga-hótelið í Havana, höfuðborg Kúbu. 6. maí 2022 16:44 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Meðal hinna látnu eru fjögur börn, barnshafandi kona og spænskur ferðamaður. Ráðuneytið birti í nöfn látinna í dag en um 24 eru sagðir vera enn á sjúkrahúsi eftir sprenginguna við Hotel Saratoga. Þetta kemur fram í frétt AP-fréttaveitunnar. Í gær gaf fyrirtækið Grupo de Turismo Gaviota SA, eigandi hótelsins, út að þrettán starfsmanna þeirra væri enn saknað. Þá sagði ríkisstjórinn Reinaldo García Zapata á laugardagskvöld að nítján fjölskyldur hafi tilkynnt um ættingja sem hafi ekki skilað sér heim. Hann bætti við að björgunaraðgerðum yrði haldið áfram. Að sögn yfirvalda er byrjað að jarða suma hinna látnu en að aðrir bíða enn fregna af týndum vinum og ættingjum. Örfáir dagar í opnun hótelsins áður en það gjöreyðilagðist Sprengingin kemur sér illa fyrir stöðu ferðamannaiðnaðarins á Kúbu sem var nýbyrjaður að rétta úr kútnum eftir heimsfaraldur kórónuveiru og hertar efnahagsþvinganir Bandaríkjastjórnar sem komið var á í forsetatíð Donalds Trump. Þær fólu meðal annars í sér takmarkanir á komum bandaríska ferðamanna til Kúbu og peningasendingum frá brottfluttum Kúbverjum heim til fjölskyldna sinna. Hotel Saratoga hefur verið lokað í um tvö ár vegna áhrifa faraldursins en unnið var að því að opna það á ný þegar sprengingin átti sér stað. Talið er að blossi eða eldur hafi komist að eldsneyti sem var um borð í tankbíl sem stóð fyrir utan fimm stjörnu hótelið í Gamla-Havana. Bifreiðin virðist við það hafa sprungið í loft upp og eyðilagt nokkrar hæðir hótelsins.
Kúba Tengdar fréttir Að minnsta kosti 25 látnir eftir sprengingu við lúxushótel í Havana Að minnsta kosti 25 eru látnir og fleiri en 60 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að sprenging varð við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu. 7. maí 2022 22:20 Gasleka kennt um stærðarinnar sprengingu í Havana Gasleki á þekktu hóteli í Havana leiddi til stærðarinnar sprengingar sem minnst níu dóu í. Um þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús eftir sprenginguna en stór hluti framhluta byggingarinnar hrundi vegna hennar. 6. maí 2022 23:13 Stærðarinnar sprenging í Havana Fyrr í dag varð stærðarinnar sprenging við Saratoga-hótelið í Havana, höfuðborg Kúbu. 6. maí 2022 16:44 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Að minnsta kosti 25 látnir eftir sprengingu við lúxushótel í Havana Að minnsta kosti 25 eru látnir og fleiri en 60 hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að sprenging varð við eitt af lúxushótelum Havana á Kúbu. 7. maí 2022 22:20
Gasleka kennt um stærðarinnar sprengingu í Havana Gasleki á þekktu hóteli í Havana leiddi til stærðarinnar sprengingar sem minnst níu dóu í. Um þrjátíu voru fluttir á sjúkrahús eftir sprenginguna en stór hluti framhluta byggingarinnar hrundi vegna hennar. 6. maí 2022 23:13
Stærðarinnar sprenging í Havana Fyrr í dag varð stærðarinnar sprenging við Saratoga-hótelið í Havana, höfuðborg Kúbu. 6. maí 2022 16:44