Oddvitaáskorunin: Næstum handtekinn fyrir vopnaburð í New York Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2022 21:01 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Karl Pétur Jónsson leiðir lista Framtíðarinnar á Seltjarnarnesi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Karl Pétur er fæddur árið 1969. Hann sleit barnsskónum í Efra-Breiðholti við ýmsa óknytti. Karl gekk í Versló og fór þaðan í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands. Hann framfleytti sér á háskólaárunum með kynningarstörfum fyrir íslenskar kvikmyndir á borð við Djöflaeyjuna og Veggfóður, framleiðslu viðburða, söngleikja og leikverka í Borgarleikhúsinu. Hann tók síðar þátt í stofnun Vísis.is og rak frá aldamótum almannatengslafyrirtækið Inntak. Karl var varabæjarfulltrúi frá 2014 og bæjarfulltrúi frá 2018. Karl er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Karl er kvæntur Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur og eiga þau fimm börn á aldrinum 10-25. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Göngustígurinn á Kotgranda, sá sem Stravafólk kallar Nessprettinn og hjólar stundum allt of hratt á. Skálavík á Vestfjörðum kallar líka alltaf á mig. Myndin af okkur Tinnu er einmitt þaðan, frá síðasta sumri. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já, mér finnst leiðinlegt að sveitarfélagið tapi peningum á rekstri sínum og við í Framtíðinni ætlum að laga það. Okkur finnst ekki góð hugmynd að Seltjarnarnes sé skattaparadís á meðan við töpum peningum á því. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Pólitík er auðvitað mjög skrýtið áhugamál. En kannski er skrýtnasta áhugamálið spurningakeppnir, það er mjög nördalegt, en gagnlausar staðreyndir virðast límast fastar í heilann á mér, svo hvað get ég gert? Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég lenti í flugvallarlögreglunni á JFK flugvelli. Var með props-byssu úr sýningu sem ég framleiddi í New York í ferðatösku sem ég hafði ætlað að tékka inn. Ákvað að láta vita að það væri gervibyssa í töskunni. Hún þótti mjög raunveruleg þegar hún kom upp úr töskunni, svo raunveruleg að flugvallarlögreglan var kölluð á vettvang. Löggan, mjög þéttur gaur um fimmtugt, skoðaði byssuna og sagði síðan „It looks real enough to me. If I saw you waving this in the street, i‘d shoot your ass off and then have a slice of pizza“. Byssan var gerð upptæk og mér gert að mæta fyrir dómara í New York nokkrum vikum síðar. Fékk að senda fulltrúa minn, þáverandi ræðismann í New York og vin minn, Hlyn Guðjónsson sendiherra. Málið var niður fellt. Hvað færðu þér á pizzu? Talandi um Pizzu. Framtíðin á Seltjarnarnesi er fylgjandi ananas á pizzu. Mér finnst einfaldar pizzur bestar, pepperoni og aukaostur finnst mér yfirleitt prýðileg pizza. Hvaða lag peppar þig mest? Maybe I‘m Amazed. Lag með Paul McCartney sem hann samdi um konuna sína. Fjallar um hversu hissa hann er að hún hafi nennt að standa með honum í gegnum allann Bítla-breakup-blúsinn. Og hversu frábær kona hún er. Nema ég hugsa um hvað ég er heppinn að eiga konu sem er bæði miklu fallegri og gáfaðri en ég. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 25. En það var erfitt. Ekki verið mikið í bekknum. Ekki langt síðan ég skildi spurninguna „hvað tekur þú mikið í bekk“ þannig að fólk væri að spyrja um ljósabekki – ég? Yfirleitt túrbótíma. Göngutúr eða skokk? Myndi sem gamall maraþonhlaupari vilja segja skokk. En við Tinna löbbum mikið. Alltaf Neshringinn, út fyrir golfvöll. 7 kílómetrar. Frábær hringur, mæli með að fólk allstaðar að taki hann. Svo lagði ég einu sinni göngustíg í Heiðmörk í unglingavinnunni, það er alltaf gaman að labba hann. Uppáhalds brandari? Allir pabbabrandarar: Hvað er langt í mat? – Tveir metrar. Ara-brandarar: Þetta er algert djók, Ari. Ertu með allt, Ari? Hvað er þitt draumafríi? Að fara aftur til Bali, að þessu sinni með öll börnin með. Við Tinna fórum þangað í heimsreisunni okkar 2002. Ógleymanlegur staður. Dásamlegt fólk, stórkostleg menning, fullkomið veður. Það er hinsvegar handleggur að komast þangað með fimm börn, svo það bíður um sinn. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Mér fannst þau í rauninni bæði fín. Maður verður að taka því að höndum ber og vinna með það sem maður hefur. Enginn einstaklingur gat breytt ástandinu sem var, tekur því ekki að pirra sig á því. Að því sögðu, þá lentum við fjölskyldan hvorki í alvarlegum veikindum né verulegum fjárhagslegum skakkaföllum, þannig að við vorum heppin. Uppáhalds tónlistarmaður? Ari Páll Karlsson, sonur minn. Hann hefur ekki gefið neitt út ennþá, en bíðið bara! Svo þykir mér sérlega vænt um þá Helga Björns og Jóhann Helgason. Báðir þjóðargersemar og voru svo dásamlegir að spila á Sumarhátíð Framtíðarinnar í Golfskálanum á Seltjarnarnesi. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar ég vann á Vísi.is árið 1998, bjó ég ásamt Ísleifi Þórhallssyni til „raunveruleikasjónvarp“ sem hét Hiti98. Við héldum áheyrnarprufur og völdum úr stórum hópi umsækjenda sex krakka sem fóru til Ibiza að djamma. Þau sendu heim myndir og blogguðu meðan þau voru úti. Þetta var mest lesna efnið alla dagana og þjóðin fylgdist með. Því miður varð aldrei Hiti99, en Vísir á ennþá þetta konsept. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Daniel Craig, augljóslega. Ég er með eitt áramótaheit – það er að vera kominn í sama form og Daniel Craig var í í fyrstu Bondmyndinni sinni fyrir lok ársins. Þannig að það yrði að vera hann. Fyrir utan að við erum jafngamlir. Hefur þú verið í verbúð? Já, í eina nótt. Það var fyrsta nóttin á Þjóðhátið 1993. Okkur vinunum var boðið í lokapartý fólksins sem tók um Sigla himinfley þættina. Þau gistu í verbúð og ég fékk að gista þar um nóttina. Áhrifamesta kvikmyndin? The Day After. Sjónvarpsmynd um eftirköst allsherjar kjarnorkustríðs sem var sýnd á RÚV þegar ég var 11 ára. Eftir það lifði maður bara í skugga sprengjunnar. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Annaðhvort til Ísafjarðar, eða aftur í Breiðholtið, þar sem ég ól manninn fram að tvítugu. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Stronger með Kanye West. Aðallega vegna þess að ég hef löngum blastað því í bílnum með börnum mínum sem mögulega og vonandi skilja ekki textann. Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Seltjarnarnes Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Karl Pétur Jónsson leiðir lista Framtíðarinnar á Seltjarnarnesi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Karl Pétur er fæddur árið 1969. Hann sleit barnsskónum í Efra-Breiðholti við ýmsa óknytti. Karl gekk í Versló og fór þaðan í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands. Hann framfleytti sér á háskólaárunum með kynningarstörfum fyrir íslenskar kvikmyndir á borð við Djöflaeyjuna og Veggfóður, framleiðslu viðburða, söngleikja og leikverka í Borgarleikhúsinu. Hann tók síðar þátt í stofnun Vísis.is og rak frá aldamótum almannatengslafyrirtækið Inntak. Karl var varabæjarfulltrúi frá 2014 og bæjarfulltrúi frá 2018. Karl er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Karl er kvæntur Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur og eiga þau fimm börn á aldrinum 10-25. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Göngustígurinn á Kotgranda, sá sem Stravafólk kallar Nessprettinn og hjólar stundum allt of hratt á. Skálavík á Vestfjörðum kallar líka alltaf á mig. Myndin af okkur Tinnu er einmitt þaðan, frá síðasta sumri. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Já, mér finnst leiðinlegt að sveitarfélagið tapi peningum á rekstri sínum og við í Framtíðinni ætlum að laga það. Okkur finnst ekki góð hugmynd að Seltjarnarnes sé skattaparadís á meðan við töpum peningum á því. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Pólitík er auðvitað mjög skrýtið áhugamál. En kannski er skrýtnasta áhugamálið spurningakeppnir, það er mjög nördalegt, en gagnlausar staðreyndir virðast límast fastar í heilann á mér, svo hvað get ég gert? Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Þegar ég lenti í flugvallarlögreglunni á JFK flugvelli. Var með props-byssu úr sýningu sem ég framleiddi í New York í ferðatösku sem ég hafði ætlað að tékka inn. Ákvað að láta vita að það væri gervibyssa í töskunni. Hún þótti mjög raunveruleg þegar hún kom upp úr töskunni, svo raunveruleg að flugvallarlögreglan var kölluð á vettvang. Löggan, mjög þéttur gaur um fimmtugt, skoðaði byssuna og sagði síðan „It looks real enough to me. If I saw you waving this in the street, i‘d shoot your ass off and then have a slice of pizza“. Byssan var gerð upptæk og mér gert að mæta fyrir dómara í New York nokkrum vikum síðar. Fékk að senda fulltrúa minn, þáverandi ræðismann í New York og vin minn, Hlyn Guðjónsson sendiherra. Málið var niður fellt. Hvað færðu þér á pizzu? Talandi um Pizzu. Framtíðin á Seltjarnarnesi er fylgjandi ananas á pizzu. Mér finnst einfaldar pizzur bestar, pepperoni og aukaostur finnst mér yfirleitt prýðileg pizza. Hvaða lag peppar þig mest? Maybe I‘m Amazed. Lag með Paul McCartney sem hann samdi um konuna sína. Fjallar um hversu hissa hann er að hún hafi nennt að standa með honum í gegnum allann Bítla-breakup-blúsinn. Og hversu frábær kona hún er. Nema ég hugsa um hvað ég er heppinn að eiga konu sem er bæði miklu fallegri og gáfaðri en ég. Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 25. En það var erfitt. Ekki verið mikið í bekknum. Ekki langt síðan ég skildi spurninguna „hvað tekur þú mikið í bekk“ þannig að fólk væri að spyrja um ljósabekki – ég? Yfirleitt túrbótíma. Göngutúr eða skokk? Myndi sem gamall maraþonhlaupari vilja segja skokk. En við Tinna löbbum mikið. Alltaf Neshringinn, út fyrir golfvöll. 7 kílómetrar. Frábær hringur, mæli með að fólk allstaðar að taki hann. Svo lagði ég einu sinni göngustíg í Heiðmörk í unglingavinnunni, það er alltaf gaman að labba hann. Uppáhalds brandari? Allir pabbabrandarar: Hvað er langt í mat? – Tveir metrar. Ara-brandarar: Þetta er algert djók, Ari. Ertu með allt, Ari? Hvað er þitt draumafríi? Að fara aftur til Bali, að þessu sinni með öll börnin með. Við Tinna fórum þangað í heimsreisunni okkar 2002. Ógleymanlegur staður. Dásamlegt fólk, stórkostleg menning, fullkomið veður. Það er hinsvegar handleggur að komast þangað með fimm börn, svo það bíður um sinn. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? Mér fannst þau í rauninni bæði fín. Maður verður að taka því að höndum ber og vinna með það sem maður hefur. Enginn einstaklingur gat breytt ástandinu sem var, tekur því ekki að pirra sig á því. Að því sögðu, þá lentum við fjölskyldan hvorki í alvarlegum veikindum né verulegum fjárhagslegum skakkaföllum, þannig að við vorum heppin. Uppáhalds tónlistarmaður? Ari Páll Karlsson, sonur minn. Hann hefur ekki gefið neitt út ennþá, en bíðið bara! Svo þykir mér sérlega vænt um þá Helga Björns og Jóhann Helgason. Báðir þjóðargersemar og voru svo dásamlegir að spila á Sumarhátíð Framtíðarinnar í Golfskálanum á Seltjarnarnesi. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Þegar ég vann á Vísi.is árið 1998, bjó ég ásamt Ísleifi Þórhallssyni til „raunveruleikasjónvarp“ sem hét Hiti98. Við héldum áheyrnarprufur og völdum úr stórum hópi umsækjenda sex krakka sem fóru til Ibiza að djamma. Þau sendu heim myndir og blogguðu meðan þau voru úti. Þetta var mest lesna efnið alla dagana og þjóðin fylgdist með. Því miður varð aldrei Hiti99, en Vísir á ennþá þetta konsept. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Daniel Craig, augljóslega. Ég er með eitt áramótaheit – það er að vera kominn í sama form og Daniel Craig var í í fyrstu Bondmyndinni sinni fyrir lok ársins. Þannig að það yrði að vera hann. Fyrir utan að við erum jafngamlir. Hefur þú verið í verbúð? Já, í eina nótt. Það var fyrsta nóttin á Þjóðhátið 1993. Okkur vinunum var boðið í lokapartý fólksins sem tók um Sigla himinfley þættina. Þau gistu í verbúð og ég fékk að gista þar um nóttina. Áhrifamesta kvikmyndin? The Day After. Sjónvarpsmynd um eftirköst allsherjar kjarnorkustríðs sem var sýnd á RÚV þegar ég var 11 ára. Eftir það lifði maður bara í skugga sprengjunnar. Áttu eftir að sakna Nágranna? Nei. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Annaðhvort til Ísafjarðar, eða aftur í Breiðholtið, þar sem ég ól manninn fram að tvítugu. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Stronger með Kanye West. Aðallega vegna þess að ég hef löngum blastað því í bílnum með börnum mínum sem mögulega og vonandi skilja ekki textann.
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Seltjarnarnes Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið