Chelsea skrefi nær Meistaradeildinni | Leeds áfram í fallsæti

Atli Arason skrifar
Stöðva þurfti leikinn á 37. mínútu vegna neyðaratviks í stúkunni
Stöðva þurfti leikinn á 37. mínútu vegna neyðaratviks í stúkunni AFP

Chelsea gerði góða ferð til Leeds og sótti stigin þrjú með öruggum 0-3 sigri.

Mount gerði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu eftir samleik við Recce James. Mount skoraði með föstu skoti upp í samskeytin framhjá Ilan Meslier í marki Leeds.

Verkefni Leeds í dag varð enn þá erfiðara á 24. mínútu þegar Daniel James gerir sig sekan um slæm mistök með harkalegri tæklingu á Mateo Kovacic og uppskar beint rautt spjald fyrir vikið.

Á 37. mínútu var leikurinn stöðvaður þegar stuðningsmaður í hóp Chelsea hneig niður í stúkunni. Líðan stuðningsmannsins er sögð stöðug núna þökk sé snöggrar aðstoðar viðbragðsaðila á svæðinu. Sjö mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn fyrir vikið en Chelsea fór með 1-0 forystu inn í hálfleikshléið.

Christian Pulisic tvöfaldaði forystu Chelsea þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Pulisic skoraði með hnitmiðuðu skoti úr D-boganum eftir hælsendingu frá Mason Mount.

Romelu Lukaku kláraði svo leikinn fyrir Chelsea á 83. mínútu leiksins með góðu marki eftir einstaklingsframtak.

Sigur Chelsea þýðir að liðið er svo gott sem öruggt með sæti í Meistaradeildinni fyrir næsta tímabil. Chelsea er í þriðja sæti með 70 stig, átta stigum meira en Tottenham sem er í fimmta sæti og á þrjá leiki eftir.

Staða Leeds er hins vegar öllu dekkri, liðið er í fallsæti, því 18. með 34 stig. Burnley er einu sæti ofar með jafn mörg stig en betri markatölu. Burnley á leik til góða á Leed.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira