Oddvitaáskorunin: Fór níu sinnum á Grease í bíó Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2022 15:00 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Þór Sigurgeirsson leiðir lista sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Þór Sigurgeirsson og er 55 ára Seltirningur, fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og innmúraður Sjálfstæðismaður enda sonur Sigurgeirs heitins bæjarstjóra hér á Seltjarnarnesi sem þjónaði fyrir Sjálfstæðismenn í 40 ár. Ég er sölu- og markaðsmaður og hef undanfarin 5 ár starfað sem sölu- og verkefnastjóri hjá Rými en var áður í tryggingageiranum í um 15 ár, bæði hjá Verði og Sjóvá. Starfaði auk þess um árabil í matvöruheildsölum m.a. hjá Íslensk Ameríska. Ég er mikill fjölskyldumaður, giftur Maríu Björk Óskarsdóttur viðskiptafræðingi og sviðsstjóra og eigum við fjögur börn, þau Söru Bryndísi 24 ára meistaranema í lögfræði, Örnu Björk 22 ára sálfræðinema, Mörtu Sif 15 ára nema í Valhúsaskóla og Daníel Þór 12 ára nema í Mýrarhúsaskóla. Svo er það auðvitað öldungurinn okkar hann Vaskur gamli. Ég er maður opinna uppbyggilegra samskipta og veit fátt skemmtilegra að hitta og kynnast nýju fólki. Ég elska Seltjarnarnesið og samfélagið hér. Hef alltaf verið mikill þátttakandi í mannlífinu hér og hlakka mikið til að leggja enn meira af mörkum í þágu bæjarins. Hjartað mitt slær með Gróttu og ég veit fátt betra en að fara í heita pottinn í Sundlaug Seltjarnarness, spila golf á Nesvellinum og slaka á í Kjósinni. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hvergi fallegra en við Gróttu á fallegu sumarkvöldi. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Skökk skilti þoli ég bara ekki, svo einfalt að laga það. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Kannski smá nördalegt en að bóna bílinn er sérstakt áhugamál, finnst gaman að dúllast við það. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Í gamla daga þegar mamma var ekki á landinu og öll fötin mín voru skítug. Hún sagði mér setja í þvottavélina og hengja svo út á snúru. Morguninn eftir var enginn þvottur þar en öllu hafði verið stolið um nóttina. Það var alveg smá pínlegt að lýsa með mjög ítarlegum hætti fatnaðinum fyrir Sæma Rokk löggu sem skrifaði lögregluskýrslu um þennan glæp. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, skinka og laukur er gott. Hvaða lag peppar þig mest? Þú veist að gleðin er besta víman ... getur spurt vini og vandamenn sem fá reglulega að heyra þetta ;) Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 100 á góðum degi, yfirleitt samt bara 25 teknar í einu. Göngutúr eða skokk? Göngutúr, bakið býður ekki lengur upp á hlaup. Uppáhalds brandari? Af hverju ertu svona fölur Lúlli laukur? Ertu nokkuð hvítlaukur? Þór og Vaskur. Hvað er þitt draumafríi? Draumurinn er að komast einhvern tíma með stórfjölskylduna til Ítalíu í Toscany, upplifa, njóta og gera vel við okkur. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 reyndist okkur erfitt vegna Covid 19. Helmingur fjölskyldunnar veiktist og undirritaður lenti á spítala eina nótt. Uppáhalds tónlistarmaður? Jóhann Helgason. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Það er pottþétt tengt verkefni sem fyrirsæta á plötualbúm ásamt góðum hópi. Myndin var þó aldrei notuð sem betur fer. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Býst við að Jói G leikari væri svona aðal því hann er svo góður dansari. Gísli Örn tæki einhver áhættuatriði tengt handbolta og fótbolta. Öllu væri svo leikstýrt af Reyni Lyngdal. Hefur þú verið í verbúð? Nei en ég gef reglulega 20.000 manns frítt vatn í Reykjavíkurmaraþoninu. Er þekktur fyrir að taka vel á móti gestum. Áhrifamesta kvikmyndin? Grease. Fór níu sinnum að sjá Danny & Sandy. Áttu eftir að sakna Nágranna? Já örugglega mun myndast tómarúm, hef þó afar sjaldan horft. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Býst við að ég færi í Kjósina mína, við Meðalfellsvatnið Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Rómantíski Þór segir Careless Whisper sko. Maður er svoddan vangadansari…auk þess að vera líka Disco 😉 Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Þór Sigurgeirsson leiðir lista sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ég heiti Þór Sigurgeirsson og er 55 ára Seltirningur, fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesi og innmúraður Sjálfstæðismaður enda sonur Sigurgeirs heitins bæjarstjóra hér á Seltjarnarnesi sem þjónaði fyrir Sjálfstæðismenn í 40 ár. Ég er sölu- og markaðsmaður og hef undanfarin 5 ár starfað sem sölu- og verkefnastjóri hjá Rými en var áður í tryggingageiranum í um 15 ár, bæði hjá Verði og Sjóvá. Starfaði auk þess um árabil í matvöruheildsölum m.a. hjá Íslensk Ameríska. Ég er mikill fjölskyldumaður, giftur Maríu Björk Óskarsdóttur viðskiptafræðingi og sviðsstjóra og eigum við fjögur börn, þau Söru Bryndísi 24 ára meistaranema í lögfræði, Örnu Björk 22 ára sálfræðinema, Mörtu Sif 15 ára nema í Valhúsaskóla og Daníel Þór 12 ára nema í Mýrarhúsaskóla. Svo er það auðvitað öldungurinn okkar hann Vaskur gamli. Ég er maður opinna uppbyggilegra samskipta og veit fátt skemmtilegra að hitta og kynnast nýju fólki. Ég elska Seltjarnarnesið og samfélagið hér. Hef alltaf verið mikill þátttakandi í mannlífinu hér og hlakka mikið til að leggja enn meira af mörkum í þágu bæjarins. Hjartað mitt slær með Gróttu og ég veit fátt betra en að fara í heita pottinn í Sundlaug Seltjarnarness, spila golf á Nesvellinum og slaka á í Kjósinni. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Hvergi fallegra en við Gróttu á fallegu sumarkvöldi. Er eitthvað lítilvægt sem fer þó í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt að sé lagað? Skökk skilti þoli ég bara ekki, svo einfalt að laga það. Hvert er þitt uppáhalds áhugamál sem gæti þótt skrítið? Kannski smá nördalegt en að bóna bílinn er sérstakt áhugamál, finnst gaman að dúllast við það. Hver eru þín minnistæðustu samskipti við lögregluna? Í gamla daga þegar mamma var ekki á landinu og öll fötin mín voru skítug. Hún sagði mér setja í þvottavélina og hengja svo út á snúru. Morguninn eftir var enginn þvottur þar en öllu hafði verið stolið um nóttina. Það var alveg smá pínlegt að lýsa með mjög ítarlegum hætti fatnaðinum fyrir Sæma Rokk löggu sem skrifaði lögregluskýrslu um þennan glæp. Hvað færðu þér á pizzu? Pepperoni, skinka og laukur er gott. Hvaða lag peppar þig mest? Þú veist að gleðin er besta víman ... getur spurt vini og vandamenn sem fá reglulega að heyra þetta ;) Hvað getur þú tekið margar armbeygjur? 100 á góðum degi, yfirleitt samt bara 25 teknar í einu. Göngutúr eða skokk? Göngutúr, bakið býður ekki lengur upp á hlaup. Uppáhalds brandari? Af hverju ertu svona fölur Lúlli laukur? Ertu nokkuð hvítlaukur? Þór og Vaskur. Hvað er þitt draumafríi? Draumurinn er að komast einhvern tíma með stórfjölskylduna til Ítalíu í Toscany, upplifa, njóta og gera vel við okkur. Hvort fannst þér 2020 eða 2021 vera verra ár? 2020 reyndist okkur erfitt vegna Covid 19. Helmingur fjölskyldunnar veiktist og undirritaður lenti á spítala eina nótt. Uppáhalds tónlistarmaður? Jóhann Helgason. Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert? Það er pottþétt tengt verkefni sem fyrirsæta á plötualbúm ásamt góðum hópi. Myndin var þó aldrei notuð sem betur fer. Ef það væri gerð kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Má vera íslenskur eða útlenskur. Býst við að Jói G leikari væri svona aðal því hann er svo góður dansari. Gísli Örn tæki einhver áhættuatriði tengt handbolta og fótbolta. Öllu væri svo leikstýrt af Reyni Lyngdal. Hefur þú verið í verbúð? Nei en ég gef reglulega 20.000 manns frítt vatn í Reykjavíkurmaraþoninu. Er þekktur fyrir að taka vel á móti gestum. Áhrifamesta kvikmyndin? Grease. Fór níu sinnum að sjá Danny & Sandy. Áttu eftir að sakna Nágranna? Já örugglega mun myndast tómarúm, hef þó afar sjaldan horft. Ef þú yrðir að flytja úr þínu sveitarfélagi, hvert myndir þú helst vilja fara? Býst við að ég færi í Kjósina mína, við Meðalfellsvatnið Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Rómantíski Þór segir Careless Whisper sko. Maður er svoddan vangadansari…auk þess að vera líka Disco 😉
Oddvitaáskorunin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Seltjarnarnes Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira