Ekkert partý þótt að Liverpool vinni bikarinn á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2022 16:30 Jurgen Klopp faðmar hér Ibrahima Konate eftir að Liverpool komst í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni. AP/Alberto Saiz Leikmenn Liverpool fá ekkert að halda sigurpartý annað kvöld þótt að þeir vinni Chelsea í úrslitaleik enska bikarsins. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf það út á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmennirnir fá ekki að fagna sigri um kvöldið. Liverpool á enn möguleika á fernunni þótt að enska deildin sé nánast úr myndinni eftir tvo stórsigra Manchester City í röð og jafntefli Liverpool á móti Tottenham. "You're in a really good mood" Jurgen Klopp says it will be difficult to prepare for the FA Cup final against Chelsea as they are a 'well-coached' team with lots of different options. pic.twitter.com/Kd8DOZHhII— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2022 Klopp hefur aldrei unnið enska bikarinn en Liverpool vann hann síðast árið 2006. „Þegar þú ert að berjast um þrjá eða fjóra titla þá er alveg á hreinu hvenær menn mega fagna og hvenær ekki,“ sagði Jürgen Klopp. „Það er mikið að gera hjá okkur á þessu tímabili en auðvitað verður úrslitaleikur enska bikarsins aldrei eins og hver annar leikur. Þetta er sérstakur leikur og einn af þeim stærstu á þeirra ferli. Við viljum njóta stundarinnar og koma með bikarinn til fólksins okkar,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp has reiterated how special it is to have reached the #EmiratesFACup final — Liverpool FC (@LFC) May 13, 2022 „Við gátum ekki fangað sigri eftir að við unnum enska deildarbikarinn af því að við spiluðum þremur dögum síðar. Ef við vinnum enska bikarinn þá er leikur á móti Southampton þremur dögum síðar,“ sagði Klopp. „Við fórum í sigurskrúðgöngu hjá [Borussia] Dortmund sem var stór. Nú mætum við Southampton í stað þess að halda slíkan fögnuð. Ef þú hefur ekki haft gaman af þessu tímabili þar til núna þá get ég ekki hjálpað þér,“ sagði Klopp. Bikarúrslitaleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun. Upphitun hefst klukkan 15.15 en leikurinn klukkan 15.45. Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gaf það út á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmennirnir fá ekki að fagna sigri um kvöldið. Liverpool á enn möguleika á fernunni þótt að enska deildin sé nánast úr myndinni eftir tvo stórsigra Manchester City í röð og jafntefli Liverpool á móti Tottenham. "You're in a really good mood" Jurgen Klopp says it will be difficult to prepare for the FA Cup final against Chelsea as they are a 'well-coached' team with lots of different options. pic.twitter.com/Kd8DOZHhII— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2022 Klopp hefur aldrei unnið enska bikarinn en Liverpool vann hann síðast árið 2006. „Þegar þú ert að berjast um þrjá eða fjóra titla þá er alveg á hreinu hvenær menn mega fagna og hvenær ekki,“ sagði Jürgen Klopp. „Það er mikið að gera hjá okkur á þessu tímabili en auðvitað verður úrslitaleikur enska bikarsins aldrei eins og hver annar leikur. Þetta er sérstakur leikur og einn af þeim stærstu á þeirra ferli. Við viljum njóta stundarinnar og koma með bikarinn til fólksins okkar,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp has reiterated how special it is to have reached the #EmiratesFACup final — Liverpool FC (@LFC) May 13, 2022 „Við gátum ekki fangað sigri eftir að við unnum enska deildarbikarinn af því að við spiluðum þremur dögum síðar. Ef við vinnum enska bikarinn þá er leikur á móti Southampton þremur dögum síðar,“ sagði Klopp. „Við fórum í sigurskrúðgöngu hjá [Borussia] Dortmund sem var stór. Nú mætum við Southampton í stað þess að halda slíkan fögnuð. Ef þú hefur ekki haft gaman af þessu tímabili þar til núna þá get ég ekki hjálpað þér,“ sagði Klopp. Bikarúrslitaleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun. Upphitun hefst klukkan 15.15 en leikurinn klukkan 15.45.
Enski boltinn Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Sjá meira