Tottenham setti pressu á nágranna sína með sigri gegn Burnley Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. maí 2022 13:00 Harry Kane var hetja Tottenham í dag eins og svo oft áður. Shaun Botterill/Getty Images Tottenham vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Burnley í næst seinustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Sigurinn lyftir liðinu í það minnsta tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar. Það var nokkuð ljóst strax frá fyrstu mínútu að annað liðið var mætt til að sækja og hitt til að verjast. Leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi Burnley, en heimamenn í Tottenham áttu í miklum vandræðum með að finna glufur á vörn gestanna. Lítið var um færi og það var ekki fyrr en að komið var í uppbótartíma fyrri hálfleiks að loksins dró til tíðinda þegar boltinn virtist fara í höndina á Ashley Barnes innan vítateigs. Eftir langan umhugsunartíma og sjónvarpsgláp var ákveðið að vítaspyrna skyldi dæmd. Harry Kane fór á punktinn og á áttundu mínútu uppbótartíma var staðan orðin 1-0, heimamönnum í vil. Síðari hálfleikur var svo keimlíkur þeim fyrri. Gestirnir færðu sig þó aðeins framar á völlinn til að reyna að sækja jöfnunarmark og áttu til að mynda skot í stöng. Inn fór boltinn þó ekki og niðurstaðan varð mikilvægur 1-0 sigur heimamanna. Tottenham situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 68 stig þegar liðið á einn leik eftir, tveimur stigum meira en erkifjendur þeirra í Arsenal sem eiga leik til góða. Burnley heldur fallbaráttu sinni hins vegar áfram. Liðið situr í 17. sæti deildarinnar með 34 stig, jafn mörg og Leeds sem er þeirra helsti keppinautur í fallbaráttunni. Burnley er þó með betri markatölu og situr því enn í öruggu sæti. Enski boltinn
Tottenham vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Burnley í næst seinustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Sigurinn lyftir liðinu í það minnsta tímabundið upp í fjórða sæti deildarinnar. Það var nokkuð ljóst strax frá fyrstu mínútu að annað liðið var mætt til að sækja og hitt til að verjast. Leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi Burnley, en heimamenn í Tottenham áttu í miklum vandræðum með að finna glufur á vörn gestanna. Lítið var um færi og það var ekki fyrr en að komið var í uppbótartíma fyrri hálfleiks að loksins dró til tíðinda þegar boltinn virtist fara í höndina á Ashley Barnes innan vítateigs. Eftir langan umhugsunartíma og sjónvarpsgláp var ákveðið að vítaspyrna skyldi dæmd. Harry Kane fór á punktinn og á áttundu mínútu uppbótartíma var staðan orðin 1-0, heimamönnum í vil. Síðari hálfleikur var svo keimlíkur þeim fyrri. Gestirnir færðu sig þó aðeins framar á völlinn til að reyna að sækja jöfnunarmark og áttu til að mynda skot í stöng. Inn fór boltinn þó ekki og niðurstaðan varð mikilvægur 1-0 sigur heimamanna. Tottenham situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 68 stig þegar liðið á einn leik eftir, tveimur stigum meira en erkifjendur þeirra í Arsenal sem eiga leik til góða. Burnley heldur fallbaráttu sinni hins vegar áfram. Liðið situr í 17. sæti deildarinnar með 34 stig, jafn mörg og Leeds sem er þeirra helsti keppinautur í fallbaráttunni. Burnley er þó með betri markatölu og situr því enn í öruggu sæti.