Meistaradeildavonir Arsenal hanga á bláþræði eftir tap gegn Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2022 20:55 Arsenal mátti þola tap í Norður-Englandi. EPA-EFE/PETER POWEL Newcastle United gerði sér lítið fyrir og vann Arsenal 2-0 í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildarinnar. Skytturnar eru tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur þegar ein umferð er eftir af ensku úrvalsdeildinni. Arsenal þurfti sigur til að hirða 4. sætið af Tottenham fyrir lokaumferðina. Það gekk ekki þar sem Newcastle skoraði tvívegis í síðari hálfleik.Ben White varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Bruno Guimarães gulltryggði sigurinn þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Lokatölur 2-0 og vonir Arsenal um að enda í Meistaradeildarsæti hanga á bláþræði. Arsenal er í 5. sæti með 66 stig, tveimur minna en Tottenham. Skytturnar fá Everton í heimsókn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á meðan Tottenham heimsækir Norwich City sem er fallið. Enski boltinn
Newcastle United gerði sér lítið fyrir og vann Arsenal 2-0 í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildarinnar. Skytturnar eru tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur þegar ein umferð er eftir af ensku úrvalsdeildinni. Arsenal þurfti sigur til að hirða 4. sætið af Tottenham fyrir lokaumferðina. Það gekk ekki þar sem Newcastle skoraði tvívegis í síðari hálfleik.Ben White varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og Bruno Guimarães gulltryggði sigurinn þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Lokatölur 2-0 og vonir Arsenal um að enda í Meistaradeildarsæti hanga á bláþræði. Arsenal er í 5. sæti með 66 stig, tveimur minna en Tottenham. Skytturnar fá Everton í heimsókn í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á meðan Tottenham heimsækir Norwich City sem er fallið.