Van Basten vill að Ten Hag sæki leikmann til Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2022 11:30 Romelu Lukaku og Hakim Ziyech fagna marki Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Getty/Stu Forster Hollendingar eru mjög spenntir fyrir því að Erik Ten Hag sé að taka við liði Manchester United. Þeir eru líka duglegir að spyrja goðsögnina Marco van Basten um sína skoðun á því sem landi hans eigi að gera. Það er búist við miklum hreinsunum hjá Manchester United, margir leikmenn eru á förum og þá er búist við því að félagið verði í aðalhlutverki á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Erik Ten Hag gerði frábæra hluti með Ajax og setti í raun saman tvö lið hjá félaginu. Það fyrra fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar en eftir það tímabil seldi hollenska félagið allar sínar stærstu stjörnur. Nú eru sögusagnir um það að Erik Ten Hag gæti verið að reyna að safna gamla bandinu sínu saman á Old Trafford. Miðjumaðurinn Frenkie De Jong og miðvörðurinn Matthijs de Ligt hafa báðir verið orðaðir við Manchester United. Matthijs de Ligt, Frenkie de Jong and now Hakim Ziyech, Ten Hag really is getting the gang back together! https://t.co/hppIV0ySxY— SPORTbible (@sportbible) May 18, 2022 Van Basten vill hins vegar að Ten Hag sæki leikmann til Chelsea, leikmann sem fór á kostum undir stjórn hans hjá Ajax. Þar erum við að tala um Hakim Ziyech. Hann er nú 29 ára gamall og hefur verið hjá Chelsea frá 2020. Á þeim tíma hefur hann unnið Meistaradeildina, Ofurbikar UEFA og heimsmeistarakeppni félagsliða. Ziyech hefur á sama tíma dregist aftur úr í goggunarröðinni á Stamford Bridge en Van Basten er sannfærður um að hann myndir blómstra undir stjórn Ten Hag. „Sá sem kemur upp í minn huga er Ziyech. Hann er að spila í Englandi og gæti orðið mjög góður leikmaður fyrir Manchester United undir stjórn Eriks,“ sagði Marco van Basten á Ziggo Sport. Erik Ten Hag er hættur sem stjóri Ajax og þegar byrjaður að vinna hjá Manchester United. Nú er bara spurning um hvaða fyrrum leikmaður hans hjá Ajax verður sá fyrsti til að endurnýja kynnin á Old Trafford. Enski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Það er búist við miklum hreinsunum hjá Manchester United, margir leikmenn eru á förum og þá er búist við því að félagið verði í aðalhlutverki á félagsskiptamarkaðnum í sumar. Erik Ten Hag gerði frábæra hluti með Ajax og setti í raun saman tvö lið hjá félaginu. Það fyrra fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar en eftir það tímabil seldi hollenska félagið allar sínar stærstu stjörnur. Nú eru sögusagnir um það að Erik Ten Hag gæti verið að reyna að safna gamla bandinu sínu saman á Old Trafford. Miðjumaðurinn Frenkie De Jong og miðvörðurinn Matthijs de Ligt hafa báðir verið orðaðir við Manchester United. Matthijs de Ligt, Frenkie de Jong and now Hakim Ziyech, Ten Hag really is getting the gang back together! https://t.co/hppIV0ySxY— SPORTbible (@sportbible) May 18, 2022 Van Basten vill hins vegar að Ten Hag sæki leikmann til Chelsea, leikmann sem fór á kostum undir stjórn hans hjá Ajax. Þar erum við að tala um Hakim Ziyech. Hann er nú 29 ára gamall og hefur verið hjá Chelsea frá 2020. Á þeim tíma hefur hann unnið Meistaradeildina, Ofurbikar UEFA og heimsmeistarakeppni félagsliða. Ziyech hefur á sama tíma dregist aftur úr í goggunarröðinni á Stamford Bridge en Van Basten er sannfærður um að hann myndir blómstra undir stjórn Ten Hag. „Sá sem kemur upp í minn huga er Ziyech. Hann er að spila í Englandi og gæti orðið mjög góður leikmaður fyrir Manchester United undir stjórn Eriks,“ sagði Marco van Basten á Ziggo Sport. Erik Ten Hag er hættur sem stjóri Ajax og þegar byrjaður að vinna hjá Manchester United. Nú er bara spurning um hvaða fyrrum leikmaður hans hjá Ajax verður sá fyrsti til að endurnýja kynnin á Old Trafford.
Enski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira