Vala gefur út vögguvísuplötu: „Vonandi hefur þetta róandi áhrif á alla“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. maí 2022 15:31 Útvarpskonan Vala Eiríks var að gefa út vögguvísuplötu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT ÓLADÓTTIR Útvarpskonan Vala Eiríksdóttir var að gefa út plötuna Ró. Um er að ræða tíu vögguvísur og þrjár barnasögur sem söngkonan Vala skrifaði sjálf, las og hljóðskreytti. „Mig hefur lengi langað að búa til efni fyrir börn og vissi ađ tíma mínum væri vel varið í þetta, þar sem foreldrar hafa veriđ ađ kalla eftir nýju efni,“ segir Vala í samtali við Vísi. „Allt eru þetta vìsur sem fólk þekkir, en lokalagið, Sængurfaðmur, er samiđ af okkur Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Hann á lag og ég texta.“ Vala segir að systurdæturnar tvær séu hennar helsti innblástur. „Ég vissi að það væri vöntun á efni á íslensku fyrir börn. Hafdís Huld hefur átt markaðinn skuldlaust ì 10 ár og gefið foreldrum mikiđ međ sínu dásamlega framlagi og ég vildi bara endilega bæta í flóruna. Börnin eru líka þakklátasti hópurinn. Mér finnst líka ofbo'slega gaman ađ búa til töfraheim fyrir börn, þar sem hugur þeirra er svo opinn og óheftur. Ekkert er fallegra en ímyndunaraflið okkar og þess vegna elska ég er skrifa barnasögur og fannst mikilvægt ađ þær væru partur af verkinu. Heildarupplifun. Vonandi fá pabbi og mamma smá aukatíma saman á kvöldin og ég sé bara um svæfinguna. Annars mega fullorðnir líka hlusta. Vonandi hefur þetta róandi áhrif á alla.“ Lokalagið sá Vala fyrir sér sem eins konar núvitund og hugleiđslu. „Slökum á líkamanum, róum hugann og sleppum tökunum. Leyfum okkur að líða inn í draumaheiminn, þar sem allt getur gerst og er alltaf gaman.“ Aðspurð um innblásturinn að barnasögunum svarar Vala: „Ég veit aldrei nákvæmlega hvert ég ætla með sögurnar þegar ég byrja. Ég vel mér ýmist lexíu eđa karaktereinkenni sem ég vil að sé fókusinn og svo byrja ég bara ađ skrifa og sé hvað gerist.“ Stefán Örn Gunnlaugsson sér um allan undirleik, útsetningu, vinnslu og framleiđslu á plötunni Ró. „Eins má heyra hans fallegu rödd bregđa fyrir í bakröddum. Hann kemur međ sína einstöku og yndislegu orku inn í þetta og ég er svo þakklát ađ hann lagđi í þetta ævintýri međ mèr,“ segir Vala. „Ég er í sjokki og svo þakklát,“ segir hún um viðbrögðin við plötunni. „Ég er búin ađ fá svo mörg myndbönd og myndir send af litlum sofandi og sofnandi krílum yfir plötunni síđustu daga ađ ég er alveg komin međ kipp í eggjastokkana, segir Vala að lokum. Plötunna Ró má finna á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Tónlist Börn og uppeldi Bylgjan Svefn Tengdar fréttir „Ég bara tók framleiðslu á fyrsta laginu mínu og borðaði bara núðlur“ Útvarps- og söngkonan Vala Eiríksdóttir var rétt skriðin upp úr tvítugt þegar hún byrjaði í fjölmiðlum eftir að hafa sótt um á Stöð 2 en verið ráðin inn á Fm957 í afleysingar og hefur verið í útvarpinu síðan. Í dag er hún að starfa á Bylgjunni. 29. apríl 2022 11:30 „Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf“ „Í rauninni er þetta lag ádeila á gervimennskuna sem mér finnst svo áberandi í öllu í dag,“ segir tónlistar- og útvarpskonan Vala Eiríksdóttir um nýja lagið sitt. 30. mars 2021 08:16 Vala Eiríks gefur út lag og myndband Útvarpskonan, söngkonan og Allir geta dansað sigurvegarinn Vala Eiríksdóttir frumsýnir nýtt lag og myndband í dag. Vala hefur séð um útvarpsþætti á FM957 í fimm ár en hefur ekki gefið út sóló lag áður. 11. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Mig hefur lengi langað að búa til efni fyrir börn og vissi ađ tíma mínum væri vel varið í þetta, þar sem foreldrar hafa veriđ ađ kalla eftir nýju efni,“ segir Vala í samtali við Vísi. „Allt eru þetta vìsur sem fólk þekkir, en lokalagið, Sængurfaðmur, er samiđ af okkur Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Hann á lag og ég texta.“ Vala segir að systurdæturnar tvær séu hennar helsti innblástur. „Ég vissi að það væri vöntun á efni á íslensku fyrir börn. Hafdís Huld hefur átt markaðinn skuldlaust ì 10 ár og gefið foreldrum mikiđ međ sínu dásamlega framlagi og ég vildi bara endilega bæta í flóruna. Börnin eru líka þakklátasti hópurinn. Mér finnst líka ofbo'slega gaman ađ búa til töfraheim fyrir börn, þar sem hugur þeirra er svo opinn og óheftur. Ekkert er fallegra en ímyndunaraflið okkar og þess vegna elska ég er skrifa barnasögur og fannst mikilvægt ađ þær væru partur af verkinu. Heildarupplifun. Vonandi fá pabbi og mamma smá aukatíma saman á kvöldin og ég sé bara um svæfinguna. Annars mega fullorðnir líka hlusta. Vonandi hefur þetta róandi áhrif á alla.“ Lokalagið sá Vala fyrir sér sem eins konar núvitund og hugleiđslu. „Slökum á líkamanum, róum hugann og sleppum tökunum. Leyfum okkur að líða inn í draumaheiminn, þar sem allt getur gerst og er alltaf gaman.“ Aðspurð um innblásturinn að barnasögunum svarar Vala: „Ég veit aldrei nákvæmlega hvert ég ætla með sögurnar þegar ég byrja. Ég vel mér ýmist lexíu eđa karaktereinkenni sem ég vil að sé fókusinn og svo byrja ég bara ađ skrifa og sé hvað gerist.“ Stefán Örn Gunnlaugsson sér um allan undirleik, útsetningu, vinnslu og framleiđslu á plötunni Ró. „Eins má heyra hans fallegu rödd bregđa fyrir í bakröddum. Hann kemur međ sína einstöku og yndislegu orku inn í þetta og ég er svo þakklát ađ hann lagđi í þetta ævintýri međ mèr,“ segir Vala. „Ég er í sjokki og svo þakklát,“ segir hún um viðbrögðin við plötunni. „Ég er búin ađ fá svo mörg myndbönd og myndir send af litlum sofandi og sofnandi krílum yfir plötunni síđustu daga ađ ég er alveg komin međ kipp í eggjastokkana, segir Vala að lokum. Plötunna Ró má finna á Spotify og öllum helstu streymisveitum.
Tónlist Börn og uppeldi Bylgjan Svefn Tengdar fréttir „Ég bara tók framleiðslu á fyrsta laginu mínu og borðaði bara núðlur“ Útvarps- og söngkonan Vala Eiríksdóttir var rétt skriðin upp úr tvítugt þegar hún byrjaði í fjölmiðlum eftir að hafa sótt um á Stöð 2 en verið ráðin inn á Fm957 í afleysingar og hefur verið í útvarpinu síðan. Í dag er hún að starfa á Bylgjunni. 29. apríl 2022 11:30 „Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf“ „Í rauninni er þetta lag ádeila á gervimennskuna sem mér finnst svo áberandi í öllu í dag,“ segir tónlistar- og útvarpskonan Vala Eiríksdóttir um nýja lagið sitt. 30. mars 2021 08:16 Vala Eiríks gefur út lag og myndband Útvarpskonan, söngkonan og Allir geta dansað sigurvegarinn Vala Eiríksdóttir frumsýnir nýtt lag og myndband í dag. Vala hefur séð um útvarpsþætti á FM957 í fimm ár en hefur ekki gefið út sóló lag áður. 11. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég bara tók framleiðslu á fyrsta laginu mínu og borðaði bara núðlur“ Útvarps- og söngkonan Vala Eiríksdóttir var rétt skriðin upp úr tvítugt þegar hún byrjaði í fjölmiðlum eftir að hafa sótt um á Stöð 2 en verið ráðin inn á Fm957 í afleysingar og hefur verið í útvarpinu síðan. Í dag er hún að starfa á Bylgjunni. 29. apríl 2022 11:30
„Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf“ „Í rauninni er þetta lag ádeila á gervimennskuna sem mér finnst svo áberandi í öllu í dag,“ segir tónlistar- og útvarpskonan Vala Eiríksdóttir um nýja lagið sitt. 30. mars 2021 08:16
Vala Eiríks gefur út lag og myndband Útvarpskonan, söngkonan og Allir geta dansað sigurvegarinn Vala Eiríksdóttir frumsýnir nýtt lag og myndband í dag. Vala hefur séð um útvarpsþætti á FM957 í fimm ár en hefur ekki gefið út sóló lag áður. 11. ágúst 2020 13:00