Sætur eða súr sunnudagur?: Reiknuðu út líkur liðanna í lokaumferðinni í enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2022 10:01 Manchester City og Liverpool berjast um enska meistaratitiilinn og úrslitin ráðast um helgina. Getty/Chris Brunskill Hverjar eru líkurnar á góðum sunnudegi fyrir Manchester City, Liverpool, Everton, Arsenal og Spurs? Þetta hafa tölfræðingar nú reiknað út og svarað. Það er mikil spenna fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn enda ekki enn ljóst hvaða lið verður enskur meistari, hvað verður síðasta liðið til að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni og hvaða verði þriðja liðið sem fellur úr deildinni. Will the title be heading to Manchester to Liverpool? The battle for the final #UCL spots. #UEL or #UECL for Manchester United? The relegation battle between Everton, Burnley & Leeds. All the final day permutations for the Premier League!— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 16, 2022 Tölfræðisíðan FiveThirtyEight hefur nú reiknað út allar líkur á því hvaða sætum liðin tuttugu í deildinni enda í eftir þessa æsispenanndi lokaumferð. Það sem er ljóst er að annað hvort Manchester City eða Liverpool verður enskur meistari, annað hvort Tottenham eða Arsenal kemst í Meistaradeildina, annað hvort Manchester United eða West Ham enda í sjötta sætinu og lið Everton, Leeds United og Burnley berjast fyrir sæti sínu í ensku deildinni. Premier League predictions: https://t.co/WFVLVqVUHL— FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) May 18, 2022 Það eiga reyndar sex lið eftir tvo leiki því í kvöld fara fram þrír leikir. Everton mætir þá Crystal Palace, Aston Villa spilar við Burnley og Chelsea mætir Leicester City. Úrslitin þar geta auðvitað breytt málum og þá sérstaklega fyrir lið eins og Everton og Burnley í fallbaráttunni. Það eru 82 prósent líkur á því að Manchester City verði enskur meistari en því aðeins 18 prósent líkur á sigri Liverpool. Bæði lið eiga heimaleik, City á móti Aston Villa en Liverpool á móti Wolves. Liverpool þarf að treysta á að City tapi stigum og um leið að vinna sinn leik. City liðinu nægir því sigur til að tryggja sér enska meistaratitilinn annað árið í röð. Tottenham er með 92 prósent líkur á að ná síðasta Meistaradeildarsætinu en það eru jafnmiklar líkur (4 prósent) á því að liðið taki þriðja sætinu af Chelsea eins og að liðið missi fjórða sætið til Arsenal. Manchester City host Aston Villa with a 1 POINT lead Liverpool host Wolves & MUST win Pep vs Klopp. Final day title showdown.— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 17, 2022 Manchester United er með 79 prósent líkur á að taka sjötta sætið en West Ham hefur þar með 21 prósent líkur á að taka það af Cristiano Ronaldo og félögum. Þegar kemur að fallsætunum þá eru mestar líkur á því að Leeds United falli eða 60 prósent. Það eru 31 prósent líkur á því að Burnley falli og aðeins 9 prósent líkur á því að Everton falli. Hér má sjá meira af þessari samantekt. Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira
Það er mikil spenna fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn enda ekki enn ljóst hvaða lið verður enskur meistari, hvað verður síðasta liðið til að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni og hvaða verði þriðja liðið sem fellur úr deildinni. Will the title be heading to Manchester to Liverpool? The battle for the final #UCL spots. #UEL or #UECL for Manchester United? The relegation battle between Everton, Burnley & Leeds. All the final day permutations for the Premier League!— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 16, 2022 Tölfræðisíðan FiveThirtyEight hefur nú reiknað út allar líkur á því hvaða sætum liðin tuttugu í deildinni enda í eftir þessa æsispenanndi lokaumferð. Það sem er ljóst er að annað hvort Manchester City eða Liverpool verður enskur meistari, annað hvort Tottenham eða Arsenal kemst í Meistaradeildina, annað hvort Manchester United eða West Ham enda í sjötta sætinu og lið Everton, Leeds United og Burnley berjast fyrir sæti sínu í ensku deildinni. Premier League predictions: https://t.co/WFVLVqVUHL— FiveThirtyEight (@FiveThirtyEight) May 18, 2022 Það eiga reyndar sex lið eftir tvo leiki því í kvöld fara fram þrír leikir. Everton mætir þá Crystal Palace, Aston Villa spilar við Burnley og Chelsea mætir Leicester City. Úrslitin þar geta auðvitað breytt málum og þá sérstaklega fyrir lið eins og Everton og Burnley í fallbaráttunni. Það eru 82 prósent líkur á því að Manchester City verði enskur meistari en því aðeins 18 prósent líkur á sigri Liverpool. Bæði lið eiga heimaleik, City á móti Aston Villa en Liverpool á móti Wolves. Liverpool þarf að treysta á að City tapi stigum og um leið að vinna sinn leik. City liðinu nægir því sigur til að tryggja sér enska meistaratitilinn annað árið í röð. Tottenham er með 92 prósent líkur á að ná síðasta Meistaradeildarsætinu en það eru jafnmiklar líkur (4 prósent) á því að liðið taki þriðja sætinu af Chelsea eins og að liðið missi fjórða sætið til Arsenal. Manchester City host Aston Villa with a 1 POINT lead Liverpool host Wolves & MUST win Pep vs Klopp. Final day title showdown.— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 17, 2022 Manchester United er með 79 prósent líkur á að taka sjötta sætið en West Ham hefur þar með 21 prósent líkur á að taka það af Cristiano Ronaldo og félögum. Þegar kemur að fallsætunum þá eru mestar líkur á því að Leeds United falli eða 60 prósent. Það eru 31 prósent líkur á því að Burnley falli og aðeins 9 prósent líkur á því að Everton falli. Hér má sjá meira af þessari samantekt.
Enski boltinn Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Sjá meira