Chelsea svo gott sem tryggði þriðja sætið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. maí 2022 20:53 Marcos Alonso og Reece James fagna marki kvöldsins. Harriet Lander/Copa/Getty Images Chelsea fer hvorki ofan né neðar í töflunni úr þessu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Leicester í næstsíðasta leik liðanna á tímabilinu. Gestirnir í Leicester byrjuðu af miklum krafti og liðið tók forystunastrax á sjöttu mínútu þegar James Maddison kom liðinu yfir með laglegu marki. Vinstri bakvörðurinn Marcos Alonso jafnaði svo metin fyrir Chelsea á 34. mínút eftir undirbúning hægri bakvarðarins Reece James og sá til þess að staðan var 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn í Chelsea voru svo miklu meira með boltann í síðari hálfleik og fengu sín færi til að klára leikinn. Inn vildi boltinn þó ekki og niðurstaðan varð 1-1 jafntefli á Stamford Bridge. Chelsea er því svo gott sem búið að geirnegla þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið er með 71 stig þegar ein umferð er eftir. Tottenham getur enn náð Chelsea að stigum, en 18 mörkum munar á markatölu liðanna og því verður að teljast ansi ólíklegt að Chelsea missi nágranna sína upp fyrir sig í deildinni. Enski boltinn
Chelsea fer hvorki ofan né neðar í töflunni úr þessu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Leicester í næstsíðasta leik liðanna á tímabilinu. Gestirnir í Leicester byrjuðu af miklum krafti og liðið tók forystunastrax á sjöttu mínútu þegar James Maddison kom liðinu yfir með laglegu marki. Vinstri bakvörðurinn Marcos Alonso jafnaði svo metin fyrir Chelsea á 34. mínút eftir undirbúning hægri bakvarðarins Reece James og sá til þess að staðan var 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn í Chelsea voru svo miklu meira með boltann í síðari hálfleik og fengu sín færi til að klára leikinn. Inn vildi boltinn þó ekki og niðurstaðan varð 1-1 jafntefli á Stamford Bridge. Chelsea er því svo gott sem búið að geirnegla þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið er með 71 stig þegar ein umferð er eftir. Tottenham getur enn náð Chelsea að stigum, en 18 mörkum munar á markatölu liðanna og því verður að teljast ansi ólíklegt að Chelsea missi nágranna sína upp fyrir sig í deildinni.