Sjö hlutir til að fylgjast með í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar Atli Arason skrifar 22. maí 2022 13:30 Hver hreppir krúnuna? Getty Images Síðasta umferð tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni hefst núna á slaginu 15:00 og það er enn þá nóg til að keppast um á flestum vígvöllum. Hér eru sjö hlutir til að fylgjast með í lokaumferðinni 1. Englandsmeistari Fyrst og fremst er það titilbaráttan. Manchester City er með pálmann í höndunum hvað það varðar. Vinni liðið sinn leik gegn Aston Villa þá verður liðið meistari, ef ekki þá þarf liðið að ná jafngóðum árangri og Liverpool sem leikur á sama tíma gegn Wolves. Ef City misstígur sig gegn Villa og Liverpool vinnur sinn leik þá verður Liverpool enskur meistari en einungis einu stigi munar á liðunum fyrir lokaumferðina. 2. Fallið Watford og Norwich eru nú þegar fallin úr ensku úrvalsdeildinni en það er enn óljóst hvort Leeds eða Burnley fylgi þeim niður. Liðin tvö eru jöfn að stigum en markatala Burnley er töluvert betri en markatala Leeds. Þar munar um 20 mörk. Burnley tekur á móti Newcastle á meðan Leeds fer í heimsókn til Brentford. Leeds þarf að vinna sinn leik og treysta á að Burnley misstígi sig til að forðast fall. Burnley þarf einungis að ná jafn góðum árangri og Leeds í sínum leik til að eiga áfram sæti í úrvalsdeilinni á næsta ári. 3. Meistaradeildin Tottenham á leik gegn botnliði Norwich og jafntefli dugar Tottenham ef Arsenal vinnur ekki sinn leik gegn Everton með meira en 15 mörkum. Arsenal er tveimur stigum á Tottenham og 15 mörkum fátækari í markatölu. Það bárust hins vegar fregnir af því í vikunni að stjarna Tottenham, Harry Kane, væri veikur með hugsanlega matareitrun. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði á fréttamannafundi í gær að Kane muni spila á eftir. Gæti hið fræga Lasanga-Gate mál verið að endurtaka sig? 4. Sambandsdeildarslagurinn Annaðhvort Manchester United eða West Ham munu leika í Sambandsdeildinni á næsta ári á meðan hitt fer í Evrópudeildina. Manchester United er með tveggja stiga forskot á West Ham en Hamrarnir eru tíu mörkum betri í markatölu. Manchester United er í heimsókn hjá Crystal Palace á meðan West Ham fer til Brighton & Hove Albion. Vinni West Ham sinn leik þá þarf Manchester United að sigra Palace til að enda ekki í Sambandsdeildinni næsta haust. 5. Salah gegn Son Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er búinn að skora 22 mörk á tímabilinu og hefur eins marks forskot á Son Heung-min, leikmann Tottenham, í baráttunni um gullskóinn. Báðir hafa spilað 34 leiki á tímabilinu. Fari svo að leikmennirnir endi með jafn mörg mörk skoruð þá er það sá með fleiri stoðsendingar sem endar ofar og þar er Salah með 13 stoðsendingar gegn sjö frá Son. Salah er einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar fyrir lokaumferðina, einni stoðsendingu á undan Trent Alexander-Arnold og þrem stoðsendingum á undan Andy Robertson, samherjum sínum hjá Liverpool. 6. Alisson gegn Ederson Markverðir Manchester City og Liverpool hafa báðir haldið marki sínu hreinu í 20 skipti á tímabilinu sem eru fumm skiptum meira en næsti markvörður, Hugo Lloris hjá Tottenham. Ef báðir markverðir spila og ná sama árangri í markinu þá mun Alisson hreppa gullhanskann þar sem hann hefur leikið einum leik minna í deildinni fyrir lokaumferðina, 35 gegn 36. 7. Taflan Almennt skiptir það miklu máli fyrir öll lið hvar þau enda í töflunni en það munar u.þ.b. 2,5 milljónum punda í verðlaunafé á milli hvers sætis í töflunni. Það skemmtilega í þessu er að deildin er það jöfn fyrir lokaumferðina, að öll lið geta færst til um a.m.k. eitt sæti á milli umferðar 37 og 38. Burt séð frá öllu sem hefur verið talið upp hér að ofan, þá er lokaleikur allra liða u.þ.b. 2,5 milljóna punda virði. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
1. Englandsmeistari Fyrst og fremst er það titilbaráttan. Manchester City er með pálmann í höndunum hvað það varðar. Vinni liðið sinn leik gegn Aston Villa þá verður liðið meistari, ef ekki þá þarf liðið að ná jafngóðum árangri og Liverpool sem leikur á sama tíma gegn Wolves. Ef City misstígur sig gegn Villa og Liverpool vinnur sinn leik þá verður Liverpool enskur meistari en einungis einu stigi munar á liðunum fyrir lokaumferðina. 2. Fallið Watford og Norwich eru nú þegar fallin úr ensku úrvalsdeildinni en það er enn óljóst hvort Leeds eða Burnley fylgi þeim niður. Liðin tvö eru jöfn að stigum en markatala Burnley er töluvert betri en markatala Leeds. Þar munar um 20 mörk. Burnley tekur á móti Newcastle á meðan Leeds fer í heimsókn til Brentford. Leeds þarf að vinna sinn leik og treysta á að Burnley misstígi sig til að forðast fall. Burnley þarf einungis að ná jafn góðum árangri og Leeds í sínum leik til að eiga áfram sæti í úrvalsdeilinni á næsta ári. 3. Meistaradeildin Tottenham á leik gegn botnliði Norwich og jafntefli dugar Tottenham ef Arsenal vinnur ekki sinn leik gegn Everton með meira en 15 mörkum. Arsenal er tveimur stigum á Tottenham og 15 mörkum fátækari í markatölu. Það bárust hins vegar fregnir af því í vikunni að stjarna Tottenham, Harry Kane, væri veikur með hugsanlega matareitrun. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, sagði á fréttamannafundi í gær að Kane muni spila á eftir. Gæti hið fræga Lasanga-Gate mál verið að endurtaka sig? 4. Sambandsdeildarslagurinn Annaðhvort Manchester United eða West Ham munu leika í Sambandsdeildinni á næsta ári á meðan hitt fer í Evrópudeildina. Manchester United er með tveggja stiga forskot á West Ham en Hamrarnir eru tíu mörkum betri í markatölu. Manchester United er í heimsókn hjá Crystal Palace á meðan West Ham fer til Brighton & Hove Albion. Vinni West Ham sinn leik þá þarf Manchester United að sigra Palace til að enda ekki í Sambandsdeildinni næsta haust. 5. Salah gegn Son Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er búinn að skora 22 mörk á tímabilinu og hefur eins marks forskot á Son Heung-min, leikmann Tottenham, í baráttunni um gullskóinn. Báðir hafa spilað 34 leiki á tímabilinu. Fari svo að leikmennirnir endi með jafn mörg mörk skoruð þá er það sá með fleiri stoðsendingar sem endar ofar og þar er Salah með 13 stoðsendingar gegn sjö frá Son. Salah er einnig stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar fyrir lokaumferðina, einni stoðsendingu á undan Trent Alexander-Arnold og þrem stoðsendingum á undan Andy Robertson, samherjum sínum hjá Liverpool. 6. Alisson gegn Ederson Markverðir Manchester City og Liverpool hafa báðir haldið marki sínu hreinu í 20 skipti á tímabilinu sem eru fumm skiptum meira en næsti markvörður, Hugo Lloris hjá Tottenham. Ef báðir markverðir spila og ná sama árangri í markinu þá mun Alisson hreppa gullhanskann þar sem hann hefur leikið einum leik minna í deildinni fyrir lokaumferðina, 35 gegn 36. 7. Taflan Almennt skiptir það miklu máli fyrir öll lið hvar þau enda í töflunni en það munar u.þ.b. 2,5 milljónum punda í verðlaunafé á milli hvers sætis í töflunni. Það skemmtilega í þessu er að deildin er það jöfn fyrir lokaumferðina, að öll lið geta færst til um a.m.k. eitt sæti á milli umferðar 37 og 38. Burt séð frá öllu sem hefur verið talið upp hér að ofan, þá er lokaleikur allra liða u.þ.b. 2,5 milljóna punda virði.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira