Enski boltinn

Burnley fallið eftir tap gegn Newcastle

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Vonbrigði á Turf Moor.
Vonbrigði á Turf Moor. vísir/Getty

Leeds United náði að bjarga sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni í lokaumferðinni á kostnað Íslendingaliðs Burnley.

Ljóst var fyrir lokaumferðina að Burnley myndi tryggja sæti sitt í deildinni með sigri á Newcastle á Turf Moor. Newcastle hins vegar eitt heitasta lið deildarinnar og þeir mættu af fullum krafti í lokaleikinn.

Callum Wilson kom Newcastle í 2-0 áður en Maxwel Cornet klóraði í bakkann fyrir Burnley á 69.mínútu. 

Á sama tíma var Leeds United í heimsókn hjá Brentford en Leeds var með jafnmörg stig og Burnley fyrir lokaumferðina en verra markahlutfall.

Raphinha kom Leeds yfir með marki úr vítaspyrnu á 56.mínútu en Sergi Canos jafnaði metin fyrir Brentford á 78.mínútu og fór þá um stuðningsmenn Leeds.

Í uppbótartíma skoraði Jack Harrison gott mark fyrir Leeds og gulltryggði áframhaldandi veru Leeds í deildinni.


Tengdar fréttir

Torsóttur sigur Liverpool dugði skammt

Liverpool gerði sitt í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar en það dugði ekki til þess að klófesta meistaratitilinn þar sem Man City vann frækinn sigur á Aston Villa á sama tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×