Um helmingur Breta myndi ekki íhuga rafbíl næsta áratuginn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. maí 2022 07:01 45% Breta segjast ekki vilja skipta í rafbíl á næstu tíu árum. Vísir/Getty Um helmingur breskra ökumanna myndi ekki íhuga að skipta yfir í rafbíl, vegna efasemda um drægni þeirra og hleðslu samkvæmt nýrri rannsókn, tryggingafélagsins NFU Mutual. Rannsóknin tók til rúmlega 1000 breskra ökumanna. 45 prósent þátttakenda sögðust ekki geta hugsað sér að skipta dísel eða bensín bíl sínum fyrir rafbíl á næsta áratug. Af þeim 45% sem sögðust ekki sjá fyrir sér að skipta í rafbíl á næstu tíu árum, sögðu 58% að að drægni rafbíla væri helsta ástæða þess að þau væru haldin efasemdum. Um 44% sögðu að hleðslutími rafbíla væri ástæðan fyrir því að þau væru ekki tilbúin að skipta. Um 29% þátttakenda í rannsókninni sögðust tilbúin að íhuga að skipta á næstu fimm árum á meðan um 16% sögðust myndu íhuga skipti í rafbíl á næstu tíu árum. Sjö prósent þátttakenda sögðust íhuga að skipta í tvinnbíl en ekki hreinan rafbíl. Einungis 47% Lundúnabúa bera fyrir sig skorti á hleðslustöðvum sem ástæðu til að skipta ekki í rafbíl. Það hlutfall breytist þegar íbúar austurhluta Englands eru spurðir og hækkar þar í 70%. Sambærilegt hlutfall er í Wales og á Norður Írlandi, 68 og 65%. „Þrátt fyrir að talsvert hlutfall þátttakenda segist ekki mundu skipa yfir í rafbíla á næstu tíu árum, þá teljum við að þetta muni breytast hratt á næstu árum ef innviðauppbygging heldur áfram, sérstaklega í dreifðari byggðarlögum,“ sagði Andrew Chalk, sérfræðingur NFU Mutual. Vistvænir bílar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent
Af þeim 45% sem sögðust ekki sjá fyrir sér að skipta í rafbíl á næstu tíu árum, sögðu 58% að að drægni rafbíla væri helsta ástæða þess að þau væru haldin efasemdum. Um 44% sögðu að hleðslutími rafbíla væri ástæðan fyrir því að þau væru ekki tilbúin að skipta. Um 29% þátttakenda í rannsókninni sögðust tilbúin að íhuga að skipta á næstu fimm árum á meðan um 16% sögðust myndu íhuga skipti í rafbíl á næstu tíu árum. Sjö prósent þátttakenda sögðust íhuga að skipta í tvinnbíl en ekki hreinan rafbíl. Einungis 47% Lundúnabúa bera fyrir sig skorti á hleðslustöðvum sem ástæðu til að skipta ekki í rafbíl. Það hlutfall breytist þegar íbúar austurhluta Englands eru spurðir og hækkar þar í 70%. Sambærilegt hlutfall er í Wales og á Norður Írlandi, 68 og 65%. „Þrátt fyrir að talsvert hlutfall þátttakenda segist ekki mundu skipa yfir í rafbíla á næstu tíu árum, þá teljum við að þetta muni breytast hratt á næstu árum ef innviðauppbygging heldur áfram, sérstaklega í dreifðari byggðarlögum,“ sagði Andrew Chalk, sérfræðingur NFU Mutual.
Vistvænir bílar Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent