Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn Elísabet Hanna skrifar 28. maí 2022 12:31 Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn. Vísir/Vilhelm Ívar Örn Hansen er að fara af stað með matreiðsluþættina Helvítis kokkurinn hér á Vísi og á Stöð 2+ þar sem hann eldar bragðgóðan mat á mannamáli og sleppir öllu kjaftæðinu. Sjálfur er hann mikill matarunnandi sem elskar að gleðja aðra með góðum mat. Hver er Helvítis kokkurinn?Ég er matreiðslumaður að mennt með aldarfjórðungs reynslu úr veitingageiranum. Ég hef starfað á veitingahúsum, hótelum og í mötuneytum um allt land og til sjós. Ég er einstaklega hamingjusamlega giftur Þóreyju Hafliðadóttir margmiðlunarhönnuði sem starfar á Kvartz Markaðsstofu og við eigum saman tvo unga menn þá Daníel Inga og Samúel Tý sem eru báðir nemar í framhaldsskóla. Hvað gerir þú í frítíma þínum? Frítími minn fer að mestu leiti í áhugamál mín sem eru að elda góðan mat fyrir fólk, fluguveiði, mótorhjólið mitt, ferðast um fallega landið okkar, fara út að borða og alls konar matartengt stöff. „Ég elska mat og matreiðslu, það að sjá bros á fólki og hlusta á þögnina sem kemur þegar allir við borðið koma ekki upp orði… af unun.“ Hvaðan kom nafnið á þáttinn? Nafnið kemur frá þeim tíma sem ég var að læra kokkinn seint á síðustu öld. Nokkrir vinir mínir byrjuðu að nota gælunafnið „Kokkurinn” sem þróaðist svo út í Helvítis kokkinn útaf allskonar vitleysu sem ungir menn gera. Nafnið nota þessir sömu vinir mínir enn þann dag í dag og mér þykir bara orðið ansi vænt um það. Svo fékk frændi minn og fóstbróðir hann Hlynur Þór þessa flugu í hausinn að ég ætti að búa til matreiðsluþátt sem væri á skjön við þá þætti sem verið hafa hingað til í sjónvarpi. Helvítis Kokkinn. „Matreiðsluþáttur fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat á mannamáli.“ Hvaðan kemur mataráhuginn?Mataráhugi minn kviknaði mjög snemma eða um það leiti sem ég var að stíga mín fyrstu spor í veitingageiranum sem þjónn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta er ‘94 og ég var ný fermdur. Kokkurinn í eldhúsinu átti hug minn allan. Hvernig hann bar sig, hvíti gallinn, hvernig hann talaði óheflað og sagði skemmtilega frá með kaffibolla í annari og sígó í hinni og eldaði fallegan og bragðgóðan mat. „Og ekki skemmdi að mér fannst maturinn OFBOÐSLEGA góður.“ Ef þú mættir bara borða eina máltíð út lífið, hvað væri það? Ef ég ætti að velja einn rétt sem ég gæti borðar það sem eftir er þá væri það Fiskibollur með karrýsósu, soðnum kartöflum og grjónum. Namm! Rare, medium eða well done? Besta mögulega steiking er alltaf medium rare fyrir mig. „Well done er waste of money.“ Hér að neðan má heyra viðtal við Ívar frá því í vikunni: Matur Bíó og sjónvarp Helvítis kokkurinn Tengdar fréttir Sósan má ekki klikka Góð sósa er ómissandi með flestum hátíðarréttum. Það er hins vegar nokkur kúnst að útbúa bragðgóða sósu og mikilvægt að hafa réttar leiðbeiningar við höndina. Kokkurinn Ívar Örn Hansen kann til verka. 5. desember 2013 13:00 BBQ kóngurinn: Fyllt grísalund með döðlum og brie í beikonteppi „Ég eldaði þennan rétt í vetrarseríu BBQ kóngsins á Stöð 2 í fimm stiga frosti og það bara snarhlýnaði á pallinum,“ segir grillmeistarinn sjálfur, Alfreð Fannar Björnsson. 2. júlí 2021 15:30 BBQ kóngurinn: Surf’n’turf á grillinu Grillmeistarinn geðþekki Alfreð Fannar sýnir hvernig hann útbýr skemmtilega og girnilega grillrétti í þáttunum BBQ kóngurinn Á Stöð 2+. 9. júní 2021 15:31 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Hver er Helvítis kokkurinn?Ég er matreiðslumaður að mennt með aldarfjórðungs reynslu úr veitingageiranum. Ég hef starfað á veitingahúsum, hótelum og í mötuneytum um allt land og til sjós. Ég er einstaklega hamingjusamlega giftur Þóreyju Hafliðadóttir margmiðlunarhönnuði sem starfar á Kvartz Markaðsstofu og við eigum saman tvo unga menn þá Daníel Inga og Samúel Tý sem eru báðir nemar í framhaldsskóla. Hvað gerir þú í frítíma þínum? Frítími minn fer að mestu leiti í áhugamál mín sem eru að elda góðan mat fyrir fólk, fluguveiði, mótorhjólið mitt, ferðast um fallega landið okkar, fara út að borða og alls konar matartengt stöff. „Ég elska mat og matreiðslu, það að sjá bros á fólki og hlusta á þögnina sem kemur þegar allir við borðið koma ekki upp orði… af unun.“ Hvaðan kom nafnið á þáttinn? Nafnið kemur frá þeim tíma sem ég var að læra kokkinn seint á síðustu öld. Nokkrir vinir mínir byrjuðu að nota gælunafnið „Kokkurinn” sem þróaðist svo út í Helvítis kokkinn útaf allskonar vitleysu sem ungir menn gera. Nafnið nota þessir sömu vinir mínir enn þann dag í dag og mér þykir bara orðið ansi vænt um það. Svo fékk frændi minn og fóstbróðir hann Hlynur Þór þessa flugu í hausinn að ég ætti að búa til matreiðsluþátt sem væri á skjön við þá þætti sem verið hafa hingað til í sjónvarpi. Helvítis Kokkinn. „Matreiðsluþáttur fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat á mannamáli.“ Hvaðan kemur mataráhuginn?Mataráhugi minn kviknaði mjög snemma eða um það leiti sem ég var að stíga mín fyrstu spor í veitingageiranum sem þjónn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta er ‘94 og ég var ný fermdur. Kokkurinn í eldhúsinu átti hug minn allan. Hvernig hann bar sig, hvíti gallinn, hvernig hann talaði óheflað og sagði skemmtilega frá með kaffibolla í annari og sígó í hinni og eldaði fallegan og bragðgóðan mat. „Og ekki skemmdi að mér fannst maturinn OFBOÐSLEGA góður.“ Ef þú mættir bara borða eina máltíð út lífið, hvað væri það? Ef ég ætti að velja einn rétt sem ég gæti borðar það sem eftir er þá væri það Fiskibollur með karrýsósu, soðnum kartöflum og grjónum. Namm! Rare, medium eða well done? Besta mögulega steiking er alltaf medium rare fyrir mig. „Well done er waste of money.“ Hér að neðan má heyra viðtal við Ívar frá því í vikunni:
Matur Bíó og sjónvarp Helvítis kokkurinn Tengdar fréttir Sósan má ekki klikka Góð sósa er ómissandi með flestum hátíðarréttum. Það er hins vegar nokkur kúnst að útbúa bragðgóða sósu og mikilvægt að hafa réttar leiðbeiningar við höndina. Kokkurinn Ívar Örn Hansen kann til verka. 5. desember 2013 13:00 BBQ kóngurinn: Fyllt grísalund með döðlum og brie í beikonteppi „Ég eldaði þennan rétt í vetrarseríu BBQ kóngsins á Stöð 2 í fimm stiga frosti og það bara snarhlýnaði á pallinum,“ segir grillmeistarinn sjálfur, Alfreð Fannar Björnsson. 2. júlí 2021 15:30 BBQ kóngurinn: Surf’n’turf á grillinu Grillmeistarinn geðþekki Alfreð Fannar sýnir hvernig hann útbýr skemmtilega og girnilega grillrétti í þáttunum BBQ kóngurinn Á Stöð 2+. 9. júní 2021 15:31 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sósan má ekki klikka Góð sósa er ómissandi með flestum hátíðarréttum. Það er hins vegar nokkur kúnst að útbúa bragðgóða sósu og mikilvægt að hafa réttar leiðbeiningar við höndina. Kokkurinn Ívar Örn Hansen kann til verka. 5. desember 2013 13:00
BBQ kóngurinn: Fyllt grísalund með döðlum og brie í beikonteppi „Ég eldaði þennan rétt í vetrarseríu BBQ kóngsins á Stöð 2 í fimm stiga frosti og það bara snarhlýnaði á pallinum,“ segir grillmeistarinn sjálfur, Alfreð Fannar Björnsson. 2. júlí 2021 15:30
BBQ kóngurinn: Surf’n’turf á grillinu Grillmeistarinn geðþekki Alfreð Fannar sýnir hvernig hann útbýr skemmtilega og girnilega grillrétti í þáttunum BBQ kóngurinn Á Stöð 2+. 9. júní 2021 15:31