Enski boltinn

Conte fær auka 150 milljónir punda til að eyða í sumar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Antonio Conte getur opnað budduna í sumar.
Antonio Conte getur opnað budduna í sumar. David Rogers/Getty Images

Stærstu hluthafar enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotspur, ENIC Sports Inc, ætla sér að setja auka 150 milljónir punda í félagið eftir að liðið tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Það samsvarar rúmlega 24 milljörðum króna, en knattspyrnustjóri Tottenham, Antonio Conte, hefur kallað eftir því að fá að styrkja liðið fyrir næsta tímabil.

„Aukið fé frá ENIC mun gera okkur kleift að fjárfesta enn frekar í klúbbnum á mikilvægum tíma,“ sagði Daniel Levy, stjórnarformaður Lundúnaliðsins.

Bæði Levy og ENIC hafa sætt gagnrýni seinustu ár fyrir að halda of fast í budduna þegar kemur að leikmannakaupum. Nú virðist þó vera að koma Antonio Conte til félagsins hafi að einhverju leyti breytt því, en peningunum getur verið eytt í leikmannakaup og launakostnað ef þarf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×