Enski boltinn

Breska ríkisútvarpið þurfti að biðja Manchester United afsökunar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er langt síðan að lið með Cristiano Ronaldo innanborðs náði jafnslökum árangri og lið Manchester United gerði á þessari leiktíð.
Það er langt síðan að lið með Cristiano Ronaldo innanborðs náði jafnslökum árangri og lið Manchester United gerði á þessari leiktíð. Getty/Bryn Lennon

Yfirmenn BBC, sem er breska ríkisútvarpið, hafa nú stigið fram og beðið enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United afsökunar.

Ástæðan eru skilaboð sem fóru yfir skjáinn í útsendingu BBC en þar stóð á ensku: „Manchester United are rubbish“ eða „Manchester United er algjört rusl“.

Skilaboðin fóru óvart í loftið þegar ætlunin var að segja stöðu í tennisleikjum.

Breska ríkisútvarpið þurfti að bregðast við eftir að myndir af þessum særandi skilaboðum fyrir United fólk fóru á flug á vefnum.

Seinna um morguninn bað því sjónvarpskonan Annita Mcveigh alla stuðningsmenn Manchester United sem höfðu móðgast afsökunar á þessum mistökum.

Mistök urðu þegar einhver var að læra á kerfið og hann hafði setta einhverja þvælu inn til að æfa sig. Þetta fór síðan alla leið inn á skjáinn fyrir mikil mistök.

Önnur skilaboð sem sluppu í gegn voru: „Weather rain everywhere.“ eða „Veðrið alls staðar rigning.“

Sjónvarpsmaðurinn Clive Myrie hjá BBC er mikill stuðningsmaður Manchester City en hann taldi sig þurfa að láta vita af því á Twitter að hann kom hvergi nálægt þessu.

Manchester United hefur átt í vandræðum síðan að Sir Alex Ferguson hætti en aldrei þó eins og á þessu tímabili þegar liðið endaði í sjötta sæti og var með 73 mörkum verri markatölu en Englandsmeistarar Manchester City.

Nú er Hollendingurinn Erik Ten Hag tekinn við liðinu sem er fimmti fastráðni knattspyrnustjóri félagsins síðan að Sir Alex hætti árið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×