Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 6-2 | Blikar völtuðu yfir Val og eru komnir í 16-liða úrslit Smári Jökull Jónsson skrifar 26. maí 2022 22:43 Breiðablik. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur gegn Val í kvöld. Staðan í hálfleik var 2-2 en Kópavogspiltar keyrðu yfir Valsmenn í síðari hálfleiknum. Það var Breiðablik sem komst yfir á 13.mínútu með fínu marki frá Omar Sowe en Valsmenn voru ekki lengi að svara og voru komnir 2-1 yfir sex mínútum síðar með mörkum frá Birki Heimissyni og Tryggva Hrafni Haraldssyni. Það síðara var skot af 40 metra færi eftir mistök í vörn Blika. Viktor Örn Margeirsson jafnaði í 2-2 rétt fyrir hálfleik og staðan þannig þegar liðin gengur til búningsherbergja. Í hálfleik gerði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, þrefalda breytingu á sínu liði og inn kom meðal annars markahæsti maður Bestu deildarinnar Ísak Snær Þorvaldsson. Hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn, kom Blikum í 3-2 á 58.mínútu og svo í 4-2 á 72.mínútu. Hinn 16 ára gamli Galdur Guðmundsson skoraði fimmta mark Blika á 75.mínútu þegar hann smurði boltanum í fjærhornið og sjötta markið skoraði varamaðurinn Mikkel Qvist eftir góða sendingu frá öðrum varamanni Blika, Adam Erni Arnarsyni. Lokatölur 6-2 og Valsmenn því búnir að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar. Af hverju vann Breiðablik? Eftir tiltölulega jafnan fyrri hálfleik stigu Blikar á bensíngjöfina í þeim síðari. Heitasti leikmaðurinn í íslenskum fótbolta um þessar mundir, Ísak Snær Þorvaldsson, kom inn í hálfleik og var fljótur að setja sinn stimpil á leikinn. Blikar voru gjafmildir í fyrri hálfleiknum en Valsmenn í þeim síðari. Þegar Valur þurfti að færa sig framar slitnaði liðið svolítið í sundur og það nýttu Blikar sér vel. Valsmenn voru sömuleiðis í miklum vandræðum með föst leikatriði Breiðabliks. Þessir stóðu upp úr: Ísak Snær kom inn í hálfleik og skoraði tvö mörk í síðari hálfleiknum. Hann er sjóðandi heitur og hefur byrjað þetta tímabil lygilega vel. Omar Sowe átti heilt yfir mjög góðan leik og virðist vera að komast betur og betur inn í Blikaliðið. Annars sýndi Breiðablik það í dag hversu mikilli breidd þeir búa yfir. Þeir gerðu fimm skiptingar í leiknum og fjórir af varamönnunum annaðhvort skoruðu eða lögðu upp mark. Valsmenn gerðu ágætlega í fyrri hálfleiknum og þá voru Hedlund og Orri Hrafn Kjartansson að spila ágætlega. Eftir hlé hrundi leikur liðsins og Blikar gengu á lagið. Hvað gekk illa? Eins og áður segir voru Valsmenn í miklum vandræðum í föstum leikatriðum Blika. Þeir dekkuðu illa, gáfu leikmönnum Breiðabliks oft alltof mikinn tíma á boltann í teignum og voru ekki grimmir í að taka til sín lausa bolta. Sóknarlega voru þeir sömuleiðis bitlausir í síðari hálfleiknum. Liðið slitnaði of mikið í sundur þegar þeir reyndu að sækja og virtust einhvern veginn frekar illa samstilltir. Hvað gerist næst? Breiðablik verður eitt af sjö Bestu deildar liðum sem verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins en Valsmenn eru úr leik. Á sunnudag á Valur að spila við Fram á útivelli í Bestu deildinni. Blikar halda hins vegar í efra Breiðholtið þar sem Leiknir tekur á móti þeim. Óskar Hrafn: Fleiri menn sem gera tilkall til þess að byrja Óskar Hrafn var ánægður með sitt lið í kvöld og talaði sérstaklega um þá sem komu inn af bekknum.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera fínn en seinni hálfleikur var auðvitað öflugri. Leikmennirnir sem koma inn koma mjög sterkir inn og það er frábært fyrir okkur að vita það að þessi hópur er sterkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 6-2 sigur á Val í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Staðan í hálfleik í kvöld var 2-2 en Óskar Hrafn gerði þrefalda breytingu á sínu liði í hálfleik. Hann sagði samt sem áður að hann hefði ekki verið ósáttur með sína menn í fyrri hálfleiknum. „Þetta var fyrirfram ákveðið og ég var svo sem ekki óánægður með fyrri hálfleikinn. Mér fannst við að mörgu leyti mjög góðir sóknarlega, mér fannst við mjög öflugir í pressunni þegar við töpuðum boltanum og fannst við að stærstum hluta stjórna leiknum.“ „Við vorum auðvitað gjafmildir og gáfum þeim boltann á hættulegum stöðum og Valur er með slíka gæðaleikmenn að þeir refsa þér þegar þú býður upp í slíkan dans,“ en seinna mark Vals var skot Tryggva Hrafns Haraldssonar af löngu færi eftir að Blikar misstu boltann klaufalega frá sér. Það sást í kvöld hversu öflugan leikmannahóp Breiðablik er með. Af þeim fimm varamönnum sem komu inn voru fjórir þeirra annaðhvort með mark eða stoðsendingu. „Það eru fleiri menn sem gera tilkall til þess að byrja og það eru fleiri menn sem hafa sýnt að þeir geta tekið hlutverk í þessu liði og það svo sannarlega reynir á það á næstu mánuðum að hópurinn sé öflugur.“ Óskar Hrafn sagði frábært að sjá menn mæta jafn tilbúna til leiks af bekknum og raun bar vitni. „Anton Logi (Lúðvíksson) kemur inn djúpur á miðjuna, hann hefur ekki spilað en er feykilegt efni. Galdur (Guðmundsson) er auðvitað mikið efni og er að fara til Kaupmannahafnar í sumar, það er gaman fyrir stuðningsmenn Blika að sjá hann í essinu sínu því hann er gríðarlegt efni.“ „Adam (Örn Arnarson) kom sterkur inn og átti frábæra sendingu í sjötta markinu, Mikkel (Qvist) skoraði sjötta markið þannig að það var rosalega margt jákvætt í dag. Við náðum að hreyfa liðið og gefa þeim tækifæri til að hvíla sig sem voru orðnir svolítið lúnir.“ Óskar sagði að hann vildi fá heimaleik í 16-liða úrslitum. „Á móti hverjum skiptir ekki máli. Þegar þú ert kominn í 16-liða úrslit þá ertu með fimmtán lið sem eru verðugir andstæðingar hver á sinn hátt. Annarar deildar lið leggur öðruvísi próf fyrir þig heldur en lið úr efri hlutanum í Bestu deildinni. Það getur verið jafn erfitt próf.“ „Heimaleikur væri gott en við erum bara glaðir að vera komnir áfram og tökum hverju því fagnandi sem kemur upp úr pottinum,“ sagði Óskar Hrafn að endingu. Heimir: Við erum allt of mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar Heimir var þungur á brún í kvöld enda hans menn dottnir úr leik í Mjólkurbikarnum.Vísir/Hulda Margrét „Það er áhyggjuefni að við fáum á okkur fjögur mörk eftir föst leikatriði og eitt markið er þannig að þeir unnu held ég þrjá seinni bolta í teignum áður en þeir skoruðu,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 6-2 tapið gegn Blikum í Mjólkurbikarnum í kvöld. „Ég held nú að ef við gerum upp leikinn þá fannst mér við vera fínir í fyrri hálfleiknum, sýndum karakter þegar við lendum undir og skoruðum tvö góð mörk. Við fengum mikla möguleika á að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en nýttum það ekki,“ sagði Heimir í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Heimir var ekki ánægður með varnarvinnu sinna manna. „Við erum alltof mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar. Við fengum svo á okkur mark eftir hornspyrnu, vorum steinsofandi. Í seinni hálfleik þá fannst mér þeir vera ofan á og það var svipað og gegn Víkingi á sunnudag.“ Eftir að Blikar komust í 3-2, snemma í síðari hálfleik, færðu Valsmenn sig framar á völlinn og það nýtti heimaliðið sér vel. „Við náðum ekki að klára sóknirnar okkar, við þurftum að fara framar. Það er ekkert annað tækifæri þannig að við fórum og pressuðum, gerðum það ekki nógu vel og það slitnaði svolítið á milli.“ „Við vorum að hleypa þeim í hraðar sóknir og þeir nýttu sér það. Ísak (Snær Þorvaldsson) kom inn í hálfleik og við réðum illa við hann. Þeir fóru að beita löngum boltum og við réðum bara ekki við það.“ Þrátt fyrir að markatalan skipti ekki máli í bikarleikjum viðurkennir Heimir að það svíði að tapa 6-2. „Að sjálfsögðu. Sem betur fer eigum við leik á sunnudaginn og við þurfum að byrja á grunninum. Það er eina leiðin til að vinna sig út úr vandræðum og svo verðum við bara að halda áfram.“ Íslenski boltinn Breiðablik Valur Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Heimir: Við erum alltof mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar „Það er áhyggjuefni að við fáum á okkur fjögur mörk eftir föst leikatriði og eitt markið er þannig að þeir unnu held ég þrjá seinni bolta í teignum áður en þeir skoruðu,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 6-2 tapið gegn Blikum í Mjólkurbikarnum í kvöld. 26. maí 2022 22:21
Breiðablik er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 6-2 stórsigur gegn Val í kvöld. Staðan í hálfleik var 2-2 en Kópavogspiltar keyrðu yfir Valsmenn í síðari hálfleiknum. Það var Breiðablik sem komst yfir á 13.mínútu með fínu marki frá Omar Sowe en Valsmenn voru ekki lengi að svara og voru komnir 2-1 yfir sex mínútum síðar með mörkum frá Birki Heimissyni og Tryggva Hrafni Haraldssyni. Það síðara var skot af 40 metra færi eftir mistök í vörn Blika. Viktor Örn Margeirsson jafnaði í 2-2 rétt fyrir hálfleik og staðan þannig þegar liðin gengur til búningsherbergja. Í hálfleik gerði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, þrefalda breytingu á sínu liði og inn kom meðal annars markahæsti maður Bestu deildarinnar Ísak Snær Þorvaldsson. Hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn, kom Blikum í 3-2 á 58.mínútu og svo í 4-2 á 72.mínútu. Hinn 16 ára gamli Galdur Guðmundsson skoraði fimmta mark Blika á 75.mínútu þegar hann smurði boltanum í fjærhornið og sjötta markið skoraði varamaðurinn Mikkel Qvist eftir góða sendingu frá öðrum varamanni Blika, Adam Erni Arnarsyni. Lokatölur 6-2 og Valsmenn því búnir að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar. Af hverju vann Breiðablik? Eftir tiltölulega jafnan fyrri hálfleik stigu Blikar á bensíngjöfina í þeim síðari. Heitasti leikmaðurinn í íslenskum fótbolta um þessar mundir, Ísak Snær Þorvaldsson, kom inn í hálfleik og var fljótur að setja sinn stimpil á leikinn. Blikar voru gjafmildir í fyrri hálfleiknum en Valsmenn í þeim síðari. Þegar Valur þurfti að færa sig framar slitnaði liðið svolítið í sundur og það nýttu Blikar sér vel. Valsmenn voru sömuleiðis í miklum vandræðum með föst leikatriði Breiðabliks. Þessir stóðu upp úr: Ísak Snær kom inn í hálfleik og skoraði tvö mörk í síðari hálfleiknum. Hann er sjóðandi heitur og hefur byrjað þetta tímabil lygilega vel. Omar Sowe átti heilt yfir mjög góðan leik og virðist vera að komast betur og betur inn í Blikaliðið. Annars sýndi Breiðablik það í dag hversu mikilli breidd þeir búa yfir. Þeir gerðu fimm skiptingar í leiknum og fjórir af varamönnunum annaðhvort skoruðu eða lögðu upp mark. Valsmenn gerðu ágætlega í fyrri hálfleiknum og þá voru Hedlund og Orri Hrafn Kjartansson að spila ágætlega. Eftir hlé hrundi leikur liðsins og Blikar gengu á lagið. Hvað gekk illa? Eins og áður segir voru Valsmenn í miklum vandræðum í föstum leikatriðum Blika. Þeir dekkuðu illa, gáfu leikmönnum Breiðabliks oft alltof mikinn tíma á boltann í teignum og voru ekki grimmir í að taka til sín lausa bolta. Sóknarlega voru þeir sömuleiðis bitlausir í síðari hálfleiknum. Liðið slitnaði of mikið í sundur þegar þeir reyndu að sækja og virtust einhvern veginn frekar illa samstilltir. Hvað gerist næst? Breiðablik verður eitt af sjö Bestu deildar liðum sem verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins en Valsmenn eru úr leik. Á sunnudag á Valur að spila við Fram á útivelli í Bestu deildinni. Blikar halda hins vegar í efra Breiðholtið þar sem Leiknir tekur á móti þeim. Óskar Hrafn: Fleiri menn sem gera tilkall til þess að byrja Óskar Hrafn var ánægður með sitt lið í kvöld og talaði sérstaklega um þá sem komu inn af bekknum.Vísir/Hulda Margrét „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera fínn en seinni hálfleikur var auðvitað öflugri. Leikmennirnir sem koma inn koma mjög sterkir inn og það er frábært fyrir okkur að vita það að þessi hópur er sterkur,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 6-2 sigur á Val í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Staðan í hálfleik í kvöld var 2-2 en Óskar Hrafn gerði þrefalda breytingu á sínu liði í hálfleik. Hann sagði samt sem áður að hann hefði ekki verið ósáttur með sína menn í fyrri hálfleiknum. „Þetta var fyrirfram ákveðið og ég var svo sem ekki óánægður með fyrri hálfleikinn. Mér fannst við að mörgu leyti mjög góðir sóknarlega, mér fannst við mjög öflugir í pressunni þegar við töpuðum boltanum og fannst við að stærstum hluta stjórna leiknum.“ „Við vorum auðvitað gjafmildir og gáfum þeim boltann á hættulegum stöðum og Valur er með slíka gæðaleikmenn að þeir refsa þér þegar þú býður upp í slíkan dans,“ en seinna mark Vals var skot Tryggva Hrafns Haraldssonar af löngu færi eftir að Blikar misstu boltann klaufalega frá sér. Það sást í kvöld hversu öflugan leikmannahóp Breiðablik er með. Af þeim fimm varamönnum sem komu inn voru fjórir þeirra annaðhvort með mark eða stoðsendingu. „Það eru fleiri menn sem gera tilkall til þess að byrja og það eru fleiri menn sem hafa sýnt að þeir geta tekið hlutverk í þessu liði og það svo sannarlega reynir á það á næstu mánuðum að hópurinn sé öflugur.“ Óskar Hrafn sagði frábært að sjá menn mæta jafn tilbúna til leiks af bekknum og raun bar vitni. „Anton Logi (Lúðvíksson) kemur inn djúpur á miðjuna, hann hefur ekki spilað en er feykilegt efni. Galdur (Guðmundsson) er auðvitað mikið efni og er að fara til Kaupmannahafnar í sumar, það er gaman fyrir stuðningsmenn Blika að sjá hann í essinu sínu því hann er gríðarlegt efni.“ „Adam (Örn Arnarson) kom sterkur inn og átti frábæra sendingu í sjötta markinu, Mikkel (Qvist) skoraði sjötta markið þannig að það var rosalega margt jákvætt í dag. Við náðum að hreyfa liðið og gefa þeim tækifæri til að hvíla sig sem voru orðnir svolítið lúnir.“ Óskar sagði að hann vildi fá heimaleik í 16-liða úrslitum. „Á móti hverjum skiptir ekki máli. Þegar þú ert kominn í 16-liða úrslit þá ertu með fimmtán lið sem eru verðugir andstæðingar hver á sinn hátt. Annarar deildar lið leggur öðruvísi próf fyrir þig heldur en lið úr efri hlutanum í Bestu deildinni. Það getur verið jafn erfitt próf.“ „Heimaleikur væri gott en við erum bara glaðir að vera komnir áfram og tökum hverju því fagnandi sem kemur upp úr pottinum,“ sagði Óskar Hrafn að endingu. Heimir: Við erum allt of mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar Heimir var þungur á brún í kvöld enda hans menn dottnir úr leik í Mjólkurbikarnum.Vísir/Hulda Margrét „Það er áhyggjuefni að við fáum á okkur fjögur mörk eftir föst leikatriði og eitt markið er þannig að þeir unnu held ég þrjá seinni bolta í teignum áður en þeir skoruðu,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 6-2 tapið gegn Blikum í Mjólkurbikarnum í kvöld. „Ég held nú að ef við gerum upp leikinn þá fannst mér við vera fínir í fyrri hálfleiknum, sýndum karakter þegar við lendum undir og skoruðum tvö góð mörk. Við fengum mikla möguleika á að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum en nýttum það ekki,“ sagði Heimir í samtali við Vísi eftir leik í kvöld. Heimir var ekki ánægður með varnarvinnu sinna manna. „Við erum alltof mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar. Við fengum svo á okkur mark eftir hornspyrnu, vorum steinsofandi. Í seinni hálfleik þá fannst mér þeir vera ofan á og það var svipað og gegn Víkingi á sunnudag.“ Eftir að Blikar komust í 3-2, snemma í síðari hálfleik, færðu Valsmenn sig framar á völlinn og það nýtti heimaliðið sér vel. „Við náðum ekki að klára sóknirnar okkar, við þurftum að fara framar. Það er ekkert annað tækifæri þannig að við fórum og pressuðum, gerðum það ekki nógu vel og það slitnaði svolítið á milli.“ „Við vorum að hleypa þeim í hraðar sóknir og þeir nýttu sér það. Ísak (Snær Þorvaldsson) kom inn í hálfleik og við réðum illa við hann. Þeir fóru að beita löngum boltum og við réðum bara ekki við það.“ Þrátt fyrir að markatalan skipti ekki máli í bikarleikjum viðurkennir Heimir að það svíði að tapa 6-2. „Að sjálfsögðu. Sem betur fer eigum við leik á sunnudaginn og við þurfum að byrja á grunninum. Það er eina leiðin til að vinna sig út úr vandræðum og svo verðum við bara að halda áfram.“
Íslenski boltinn Breiðablik Valur Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Heimir: Við erum alltof mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar „Það er áhyggjuefni að við fáum á okkur fjögur mörk eftir föst leikatriði og eitt markið er þannig að þeir unnu held ég þrjá seinni bolta í teignum áður en þeir skoruðu,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 6-2 tapið gegn Blikum í Mjólkurbikarnum í kvöld. 26. maí 2022 22:21
Heimir: Við erum alltof mikið að horfa og gleyma að dekka mennina okkar „Það er áhyggjuefni að við fáum á okkur fjögur mörk eftir föst leikatriði og eitt markið er þannig að þeir unnu held ég þrjá seinni bolta í teignum áður en þeir skoruðu,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari Vals eftir 6-2 tapið gegn Blikum í Mjólkurbikarnum í kvöld. 26. maí 2022 22:21
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti