Mané gefur svar um framtíðina eftir úrslitaleikinn: „Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2022 22:00 Sadio Mané á eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Sadio Mané, sóknarmaður Liverpool, segir að hann muni gefa „sérstakt“ svar um framtíð sína hjá félaginu eftir leik liðsins gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. Samningur Mané við Liverpool rennur út eftir næsta tímabil og því hafa margir velt framtíð leikmannsinns fyrir sér. Stórlið á borð við Bayern München og Barcelona eru sögð hafa mikinn áhuga á þessum þrítuga Senegala. Stuðningsmenn og forráðamenn Liverpool eru hins vega vongóðir um að leikmaðurinn skrifi undir nýjan samning við félagið eftir að hann gaf það í skyn á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn fyrr í dag. „Ég held að svarið sem ég get gefið ykkur núna er að mér líður mjög vel,“ sagði Mané. „Núna er ég að einbeita mér að leiknum og þetta er svarið sem ég verð að gefa ykkur fyrir úrslitaleikinn. En komið aftur til mín eftir leikinn á laugardaginn og ég gef ykkur klárlega besta svarið sem þið viljið heyra. Það er sérstakt. Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá.“ Eins og áður segir er Mané orðinn þrítugur, en hann segist leggja sig allan fram á hverjum degi til að bæta sig með aldrinum. „Ég elska það sem ég geri og ég fórna mér á hverjum einasta degi. Ég legg hart að mér á hverjum einasta degi, bæði á vellinum og á æfingasvæðinu, og ég er að verða betri og betri. Það er það sem skiptir mestu máli. Ég er að reyna mitt besta til að hjálpa liðinu.“ Segir að Madrídingar hafi átt sigurinn skilinn fyrir fjórum árum Mané var einnig spurður að því hvernig hann myndi bregðast við ef lið eins og Real Madrid myndi setja sig í samband við hann, en lið utan Englands mega hefja viðræður við þennan eftirsótta leikmann í janúar á næsta ári. Leikmaðurinn reyndi þó að forðast það að tala um framtíðina eins og hann gat og vildi frekar einbeita sér að leiknum sem framundan er. „Góð spurning, en það sem ég vil segja á þessari stundu er að ég er bara að einbeita mér að Meistaradeildinni og að vinna hana. Það er miklu mikilvægara fyrir mig og stuðningsmenn Liverpool,“ sagði Mané. „Ég mun gera allt sem ég mögulega get til að vinna þennan leik fyrir Liverpool. Ég held að við séum allir búnir að gleyma því sem gerðist 2018. Real Madrid var klárlega betra liðið og þeir áttu skilið að vinna. En á morgun er þetta allt annar leikur,“ sagði Mané að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 annað kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Samningur Mané við Liverpool rennur út eftir næsta tímabil og því hafa margir velt framtíð leikmannsinns fyrir sér. Stórlið á borð við Bayern München og Barcelona eru sögð hafa mikinn áhuga á þessum þrítuga Senegala. Stuðningsmenn og forráðamenn Liverpool eru hins vega vongóðir um að leikmaðurinn skrifi undir nýjan samning við félagið eftir að hann gaf það í skyn á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn fyrr í dag. „Ég held að svarið sem ég get gefið ykkur núna er að mér líður mjög vel,“ sagði Mané. „Núna er ég að einbeita mér að leiknum og þetta er svarið sem ég verð að gefa ykkur fyrir úrslitaleikinn. En komið aftur til mín eftir leikinn á laugardaginn og ég gef ykkur klárlega besta svarið sem þið viljið heyra. Það er sérstakt. Þið fáið allt sem þið viljið heyra þá.“ Eins og áður segir er Mané orðinn þrítugur, en hann segist leggja sig allan fram á hverjum degi til að bæta sig með aldrinum. „Ég elska það sem ég geri og ég fórna mér á hverjum einasta degi. Ég legg hart að mér á hverjum einasta degi, bæði á vellinum og á æfingasvæðinu, og ég er að verða betri og betri. Það er það sem skiptir mestu máli. Ég er að reyna mitt besta til að hjálpa liðinu.“ Segir að Madrídingar hafi átt sigurinn skilinn fyrir fjórum árum Mané var einnig spurður að því hvernig hann myndi bregðast við ef lið eins og Real Madrid myndi setja sig í samband við hann, en lið utan Englands mega hefja viðræður við þennan eftirsótta leikmann í janúar á næsta ári. Leikmaðurinn reyndi þó að forðast það að tala um framtíðina eins og hann gat og vildi frekar einbeita sér að leiknum sem framundan er. „Góð spurning, en það sem ég vil segja á þessari stundu er að ég er bara að einbeita mér að Meistaradeildinni og að vinna hana. Það er miklu mikilvægara fyrir mig og stuðningsmenn Liverpool,“ sagði Mané. „Ég mun gera allt sem ég mögulega get til að vinna þennan leik fyrir Liverpool. Ég held að við séum allir búnir að gleyma því sem gerðist 2018. Real Madrid var klárlega betra liðið og þeir áttu skilið að vinna. En á morgun er þetta allt annar leikur,“ sagði Mané að lokum. Real Madrid og Liverpool eigast við klukkan 19:00 annað kvöld og verður leikurinn sýndur beint í lokaðri dagskrá á Viaplay. Eftir leik verður Guðmundur Benediktsson með góða gesti í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 og fer yfir allt það helsta úr leiknum. Sú útsending hefst klukkan 22:00.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira