Bríet þurfti aðstoð við það að smíða skáp sem hún vildi nota til að fel rafmagnskassa á heimili sínu.
Eitt atriði í þættinum var nokkuð sérstakt og vakti mikla athygli. Það var þegar Halldór sagði sögu frá því þegar hann og hálfsystir hans byrjuðu á sama tíma í Menntaskólanum í Hamrahlíð en þau eru jafngömul.
Hann segir að það hafi verið skrýtið á köflum þar sem þau voru ekki í miklu sambandi.
Bríet misskildi aftur á móti söguna og hélt að Dóri hefði verið í ástarsambandi við hálfsystur sína í MH.
Hér að neðan má sjá atriði en Bríet sprakk úr hlátri þegar hún áttaði sig á sannleikanum.