Tónleikarnir áttu að fara fram í Laugardalshöll en hljómsveitin hefur aflýst fyrstu sex tónleikunum í tónleikaröð þeirra vegna veikinda. Söngkonurnar Þórunn Antonía og Svala Björgvinsdóttir áttu að hita upp fyrir hljómsveitina.
TLC var stofnuð í Atlanta árið 1990 og hefur náð alls fórum lögum á toppinn í Bandaríkjunum, Creep, Waterfalls, No Scrubs og Unpretty. Hún samanstóð af þremur meðlimum, þeim Rozonda „Chilli“ Thomas, Tionne „T-Boz“ Watkins, og Lisa „Left Eye“ Lopes.
Árið 2002 lést Lopes þegar hún lenti í bílslysi í Hondúras þar sem hún var að sinna góðgerðarstörfum. Síðan þá hafa þær Thomas og Watkins tvær haldið merkjum sveitarinnar uppi.
Allir sem keyptu miða munu fá endurgreitt og hefjast endurgreiðslur þann 7. júní næst komandi.