Kínverjar herja á KK á Spotify: „Ég heyri bara í Jóni Gunnarssyni, hann er duglegur að henda útlendingum út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 22:15 KK segist ekki hafa hugmynd um hvernig kínverskir tónlistarmenn komust á Spotify-listann hans. Vísir Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, kannast ekkert við þrjú nýjustu lögin sem hann er skráður fyrir á Spotify. Kannski ekki skrítið, því lögin eru kínversk hiphop lög, ekki beint sá tónlistarstíll sem KK er þekktur fyrir. Þegar fréttmaður náði tali af KK kannaðist hann ekkert við lögin og vissi heldur ekki að þau væru nú merkt honum á Spotify. „Ha? Ég veit ekki hvað er í gangi, það kom fyrir einhvern tíma að einhverjir indverskir KK-ar voru út um allt inni á síðunni hjá mér. Ég hafði ekki séð það, ég er ekkert svo mikið að pæla í þessu,“ segir KK og hlær. „Það er mjög stór listamaður í Indlandi, sem heitir KK og er mjög vinsæll, einhvern vegin lak þetta á milli. Ég geri mér enga grein fyrir því hvernig þetta virkar allt saman, það eru ungir menn hjá Alda Music sem fatta hvað er í gangi,“ segir KK. Hér má hlusta á bút úr einu kínversku laganna sem skráð er á KK á Spotify. Hann segist ætla að heyra í sínum mönnum hjá Alda Music eftir helgi svo þeir geti kippt þessu í liðinn fyrir hann. „Ég veit ekkert hvað er í gangi þarna, ég var ekki einu sinni búinn að sjá þetta. Heitir hann KK líka?“ spurði KK blaðamann, sem gat engu svarað enda allur textinn við kínversku lögin á kínversku, sem blaðamaður því miður les ekki. „Kínverjar eru svo margir, þeir verða að vera einhvers staðar. Það er svo mikið pláss hjá Íslendingum að þeir eru farnir að koma til okkar,“ segir KK og hlær. „Ég verð kannski bara að tala við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og hann reddar þessu. Hann er duglegur að henda útlendingum út.“ Tónlist Spotify Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þegar fréttmaður náði tali af KK kannaðist hann ekkert við lögin og vissi heldur ekki að þau væru nú merkt honum á Spotify. „Ha? Ég veit ekki hvað er í gangi, það kom fyrir einhvern tíma að einhverjir indverskir KK-ar voru út um allt inni á síðunni hjá mér. Ég hafði ekki séð það, ég er ekkert svo mikið að pæla í þessu,“ segir KK og hlær. „Það er mjög stór listamaður í Indlandi, sem heitir KK og er mjög vinsæll, einhvern vegin lak þetta á milli. Ég geri mér enga grein fyrir því hvernig þetta virkar allt saman, það eru ungir menn hjá Alda Music sem fatta hvað er í gangi,“ segir KK. Hér má hlusta á bút úr einu kínversku laganna sem skráð er á KK á Spotify. Hann segist ætla að heyra í sínum mönnum hjá Alda Music eftir helgi svo þeir geti kippt þessu í liðinn fyrir hann. „Ég veit ekkert hvað er í gangi þarna, ég var ekki einu sinni búinn að sjá þetta. Heitir hann KK líka?“ spurði KK blaðamann, sem gat engu svarað enda allur textinn við kínversku lögin á kínversku, sem blaðamaður því miður les ekki. „Kínverjar eru svo margir, þeir verða að vera einhvers staðar. Það er svo mikið pláss hjá Íslendingum að þeir eru farnir að koma til okkar,“ segir KK og hlær. „Ég verð kannski bara að tala við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og hann reddar þessu. Hann er duglegur að henda útlendingum út.“
Tónlist Spotify Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira