Enski boltinn

Fullyrðir að Liverpool hafi náð samkomulagi við Nunez

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Darwin Nunez í leik gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu.
Darwin Nunez í leik gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu. James Gill - Danehouse/Getty Images

Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir að Liverpool hafi náð samkomulagi við úrúgvæska framherjann Darwin Nunez.

Romano segir á Twitter-síðu sinni að samningar hafi verið í höfn í gær og að Nunez skirfi undir sex ára samning við Liverpool.

Ef marka má heimildir Romanos fer Nunez í læknisskoðun á morgun, en kaupverðið er talið vera í kringum 100 milljónir evra. Þar af eru 20 milljónir evra í árangurstengdar bónusgreiðslur.

Ljóst er að einhverjar breytingar verða á framlínu Liverpool í sumar nú þegar Nunez er á leið til félagsins. Divock Origi hefur þegar yfirgefið félagið og þá er Sadio Mane einnig á leið út, líklega til Bayern München.

Darwin Nunez er 24 ára framherji sem hefur leikið með portúgalska liðinu Benfica síðan árið 2020. Á þessum tveimur árum hjá Benfica hefur hann leikið 57 deildarleiki og skorað í þeim 32 mörk. Þá á hann einnig að baki 11 leiki fyrir úrúgvæska landsliðið þar sem hann hefur skorað tvö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×